Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1969, Page 138

Andvari - 01.03.1969, Page 138
136 GYLFI Þ. GÍSLASON ANDVARI þegar iðnbyltingin hélt innreið sína til íslands, að forn menning íslendinga greiddi götu hennar og tryggði henni shjótan sigur'? Það er slcoðun mín, að í viðureigninni við vandamál framtíðarinnar geti ís- lendingum clcki orðið sami styrkur að fornum menningararfi sínum og fjölskrúð- ugri menningu og þeim varð á sínum tíma í sókn sinni til sjálfstæðis og nú- tíma þjóðfélags. Vandamál framtíðarinnar eru annars eðlis. Sérstæð menning þjóðar auðveldar henni í sjálfu sér ekki að öðlast hlutdeild í hagkvæmni stór- reksturs og stækkandi markaða. Sérstæð menning gerir það ekki heldur hægara en ella að varðveita sjálfstæði og öryggi á tímum vaxandi valds stórvelda og sí- bættrar hernaðartækni. Auðvitað eiga íslendingar að halda áfram að leggja rækt við menningararf sinn og hlúa að menningarlífi sínu. Auðvitað verður öll að- staða þeirra betri og sterkari, þeim mun öflugri sem menntun þeirra og menning er. Enn sem fyrr getur þjóðlegur arfur verið sá aflgjafi, sem úrslitum ræður í baráttu við erfiðleika. Og ávallt verður það fyrst og fremst menning íslendinga, sem veitir þeim rétt og gildi á vettvangi þjóðanna. En vandamál framtíðarinnar eru þess eðlis, að við verðum að taka þau þeim tökum, sem duga. Þau eru á sviði tækni, viðskipta og varnarmála, og þau verður að leysa með skynsamlegum við- hrögðum á sviði tækni, viðskipta og vamarmála. Að þessu leyti eru framtíðarvandamál íslendinga í raun og veru sama eðlis og vandamál allra smáþjóða nú á dögum. Þau eru hvorki torleystari né auðleyst- ari en vandamál annarra smáþjóða. Öllum litlum ríkjum er vandi á höndum varðandi aðild að sístækkandi mörkuðum og gagnvart vaxandi hemaðarmætti stórþjóða. Það er þýðingarlaust og raunar skaðlegt að loka augunum fyrir því, að þeir tímar eru nú smám saman að koma, er gera aðstöðu smáríkja erfiðari en áður var, í efnahagsmálum og varnarmálum. Sænskur blaðamaður lagði eitt sinn dá- lítið illkvittnislega spurningu fyrir Halldór Laxness á blaðamannafundi í Stokk- hólmi. Hann spurði skáldið, hvort það væri ekki afar dýrt að aka um vonda moldar- arvegi á íslandi í amerískum óhófsbílum. Halldór Laxness hugsaði sig dálítið um, en svaraði síðan: „Það er yfirleitt dýrt að vera íslendingur." En það er ekki ein- ungis dýrt að vera íslendingur. Það er dýrt fyrir smáþjóð að varðveita fullveldi og þjóðmenningu á öld kjarnorku og geimferða. En samvinna þjóða í milli getur gert auðveldara að greiða kostnaðinn. Og það er ekki aðeins hagsmunamál smá- þjóðanna sjálfra, að þeim sé auðveldað að greiða kostnaðinn, heldur er það einnig hagsmunamál hinna stærri þjóða. Stórveldin hafa auðvitað mikið gildi fyrir mannkynið, og heimurinn á þeim margt að þakka, einmitt vegna þess, hve stór þau eru og að stærð þeirra gerir þeim kleift að valda verkefnum, sem minni ríki hefðu ekki valdið. En heimurinn getur ekki heldur verið án smáríkja. Þau
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.