Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1969, Page 16

Andvari - 01.03.1969, Page 16
14 HALLDÓR HALLDÓRSSON ANDVARl féklcst ekki heldur við samtímalegar rannsóknir íslenzks máls — hann rann- sakaði ekki hljóðfræði, beygingar né orðaforða íslenzkrar tungu nú á tímum. En hann hafði einmitt áhuga á, að að þessum verkefnum væri unnið. Áhugamál Alexanders á rannsókn tungunnar koma mjög greinilega fram í setningarræðu Háskólans 3. okt. 1932. Ræðan fjallar um íslenzka tungu, bæði fræðileg vandamál og hagnýt, t. d. nýyrðasmíð. Þau fræðilegu atriði, sem próf. Alexander telur einkum þörf á, að rannsökuð séu, eru þessi: 1. Rannsókn orðaforðans, það er samning „vísindalegrar" orðabókar yfir íslenzkt mál. Greinilegt er, að með vísindalegri orðabók á hann við sögulega orðabók, eins og betur mun koma í ljós síðar í þessari ritsmíð. 2. Rannsókn talshátta og orðatiltækja. 3. Rannsókn þýðingarbrigða og merkingarbreytinga orða í íslenzku máli. 4. Rannsókn á sögu málsins. Orðrétt segir: „Þá er enn eftir að rita ítar- lega sögu málsins um 500 ára skeið, og fer nú að verða tími til þess kominn.“ 5. Rannsókn örnefna. 6. Rannsókn á bragfræði. Orðrétt segir: „Þá má geta þess, að bragfræði íslenzk er að mörgu leyti ókönnuð, en hún stendur í nánu sambandi við allar málsrannsóknir." (Árbók Háskóla íslands 1932—33, bls. 10-11). Við fljótlegt yfirlit mætti ætla, að áhugaefni próf. Alexanders væru ein- vörðungu á sviði sögulegra tungumálarannsókna. En málið er ekki svo ein- falt. Hann vill, að samtímaleg fyrirbæri séu rannsökuð með hliðsjón af sögu þeirra. Þetta er ekki sérkennilegt fyrir hann. Fjölmargir samtímamenn hans í þessum fræðum voru sama sinnis, og raunar aðhyllast ýmsir enn þetta sjónarmið. Hin skörpu skil hins samtímalega og sögulega, sem ýmsir vilja og vildu gera að grundvallarreglu, voru ekki til í hans huga. Af þessu vona ég, að mönnum sé ljóst, hvar í flokki Alexander stóð sem málvísindamaður. Ef litið er yfir höfuðrit próf. Alexanders um málvísileg efni, kemur í ljós, að skipta má ferli hans sem málvísindamanns í þrjú skeið, og renna þó tvö síðari skeiðin nokkuð saman. Fyrsta skeiðið nær til um það bil 1930. Segja má, að fram undir 1920 skrifi Alexander ekkert fræðilega um málvísindaleg efni. Frá því hann lýkur meistaraprófi sínu í Höfn og fram undir 1920, eiga bókmenntirnar hug hans að mestu. Hann ritar að vísu blaðagreinir um ættarnöfn, nýyrði og orða-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.