Andvari

Årgang

Andvari - 01.03.1969, Side 136

Andvari - 01.03.1969, Side 136
134 FULLVELDIÐ FIMMTUGT ANDVARI vart því, að með þeim þróist minnimáttarkennd, sem lijá sumum gæti valdið sinnuleysi um þjóðleg verðmæti, en hjá öðrum ofmati á þeim og jafnvel þjóð- ernisofstæki. Jafnframt verða íslendingar að gera sér ljósa grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir gagnvart sjálfum þeim og öðrum og meta á raunhæfan hátt getu sína til þess að leysa þau verkefni, sem þessari ábyrgð fylgja. Ég hefi minnzt á þann vanda, sem íslendingum er á höndum í efnahagsmál- um og varnarmálum vegna fámennisins. Á hið sama við um menningarmál? Stendur mannfæðin íslenzkum menningarmálum fyrir þrifum? Þessari spurningu finnst mér ég verða að svara neitandi í aðalatriðum. Framfarir í efnahagsmálum geta verið háðar mannfjölda og stóru, samstilltu átaki. Vald í hermálum heyrir stórþjóðum til. En menning hefur aldrei sótt afl sitt né líf til mergðar eða fjölda, jafnvel þótt hann sé auðugur, heldur til ein- staklinga, sem hafa hæfileika, vilja og skilyrði til andlegs starfs. En slíkir ein- staklingar geta þroskazt, hvort sem er með stórþjóð eða smáþjóð. Fyrir þroska- skilyrði þeirra er það ekki aðalatriði, hvort þjóðfélagið er stórt eða lítið, hvort það er ríkt eða fátækt, að ég ekki tali um, hvort það er voldugt eða valdasnautt. I menningartilliti hafa íslendingar því að mörgu leyti sömu skilyrði og sérhver annar jafnfjölmennur hópur manna. Þar háir fámennið þeim ekki á hliðstæðan hátt og í efnahagsmálum og varnarmálum. Og að einu leyti er aðstaða íslend- inga í menningarmálum sterkari en aðstaða þeirra í efnahags- og vamarmálum. Nútíma atvinnulíf á Islandi er ekki nema rúmlega hálfrar aldar gamalt. íslenzkt fullveldi er ekki nema fimmtíu ára. Vamarmál komu ekki til sögu í íslenzkum stjórnmálum fyrr en fyrir tæpum 30 ámm. íslendinga skortir því þá reynslu, sem aðrar nálægar þjóðir hafa í stjórn efnahagsmála, stjórnmála og utanríkismála. Þá skortir arfleifð á þessu sviði, — þá skortir það sögulega samhengi, þá djúpu rót í þessum efnum, sem veitir kjölfestu og styrk. Þetta er skýringin á ýmsu því í íslenzku þjóðlífi, sem bæði okkur sjálfum og öðmm finnst ólíkt því, sem er með öðrum þjóðum, — ýmsum glundroða, ástæðulitlu ósamkomulagi, skrykkjóttri þróun. Sannleikurinn er sá, að í efnahagsmálum og stjómmálum em íslendingar að sumu leyti enn á gelgjuskeiði. Það hefur ekki orðið átakalaust að breyta ör- snauðu bændaþjóðfélagi í iðnaðarþjóðfélag á rúmri hálfri öld. Því hafa fylgt sárir vaxtarverkir, einmitt af því, að allt þurfti að reisa frá gmnni. Á nærri engri arfleifð var að byggja. En þetta á ekki við um menningarmálin. Á því sviði hefur þráðurinn aldrei rofnað í meira en þúsund ár. íslenzk tunga er enn að kalla hin sama og þá, er landið byggðist. Þær bækur, sem skráðar voru á íslandi fyrir 7—800 ámm, em þar enn lifandi bókmenntir. Á myrkustu öldum sögu sinnar áttu íslendingar ávallt skáld og rithöfunda, sem héldu þeim vakandi sem menntaðri þjóð. Og það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.