Andvari - 01.03.1969, Qupperneq 152
150
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
ANDVARI
maðurinn væri ávöxtur þess tíma og umhverfis, er fóstraði hann, og örlög hans
væru því nolckuð fast ákveðin fyrir fram. Á þennan determinisma raunsæis-
manna minnir sú áherzla, sem nútímahöfundar af gerð Thors Vilhjálmssonar
leggja á áhrif umhverfis á persónur sínar. Oft er því líkt sem sköpun persón-
unnar og einkenni birtist í þeim áhrifum, sem hún verður fyrir, og því, sem
hún skynjar í því rúmi, er hún hrærist í. Þegar bezt lætur, tekst höfundi að
virkja lesandann til samlífs við persónur verksins, svo að hann verður það ljós-
op, sem filmar áhrif umhverfisins á þær.
Stíll Thors Vilhjálmssonar er mjög persónulegur. Hann ræður yfir svo fast-
mótuðum stíl, að lesandi þekkir hann óðara af fyrstu línunum. Myndauðgi hans
er einstök, svo að á stundum kann að nálgast barrokkt ofhlæði. Stíllinn er haf-
inn, ekki sakir sjaldhafnarorða, miklu fremur vegna óvæntra samsetninga og ný-
stárlegrar orðaraðar. Hin mikla myndnotkun ásamt brottnámi tímarásar stuðlar
að kyrrstæðum áhrifum. Á hinn bóginn ríkja víða mikill hraði og hreyfing, sem
skapa spennu andspænis kyrrleik verksins. Sem dæmi má nefna þessa lýsing:
„í óraunveruleik og sannleika jámbrautarstöðvarinnar og hverfulleikanum
þar sem svo margt staðfestist í andartaksins þyt með stundardvöl í tímaleysi
undir öllum klukkunum með komandi og farandi lestir sem þjóta héðan í allar
áttir, og í mannstreyminu iðulausa, þar stendur hann kyrr.“
Kjarnlægt þema í þessu skáldverki er Eros. í upphafi mætum við þessari
mynd frá dögum hinna rómversku keisara:
„Þetta kvöld mætti skógarkóngurinn Virbius holdtekja Júpíters gyðjunni
Díönu. Þau mættust í lundinum í mánabaði; gyðjan sveif á silfurgeislum sínum
niður á jörðina; hún gekk á silfurbrúnni til móts við manninn sem var guðinn
um sinn og hlaut því að deyja í fyllingu.
Og keisarinn og gestir hans fólu sig í runnum og sáu þeirra einslegan fund í
þágu jarðargróðans. Og þegar því hæsta var náð vakti stuna keisarann af stjarfa:
hann spretti fingri að þrælum sem hlupu að með brugðnum söxum, rykktu í
hár mannsins sítt og svart og hjuggu hann svo blóðið fossaði yfir tryllt hróp
konunnar og hennar nekt í kyndlabjarma, og keyrðu hana í örskoti vitfirringar
úr kvenleik sínum í abstraktion gyðjudóms sem lifir í eldinum."
Sá maður, sem í gervi guðsins hafði holdlega sameinazt kvenfulltrúa gyðju-
unnar, var réttdræpur, því að hann mátti ekki eldast. Andi guðsins varð að búa
í alhraustum líkama. Þessi örlög var unnt að reyna að flýja, en sá flótti hlaut að
verða eilífur:
„Úr þessu mátti hann sífellt vara sig, hvergi voru honum grið vís; nú yrði
hann höfuðsetinn og hver sá sem legði hann að velli yrði sjálfur skógarkóngur-
inn í staðinn. Strokuþrælar yrðu sendir til höfuðs honum; uppfrá þessu var hann