Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1969, Page 70

Andvari - 01.03.1969, Page 70
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON: Skáldið Carl Michael Bellman Fyrir réttum tveimur öldum, eða árið 1768, tók 28 ára gamall starfsmaður hjá yfirtollstjórninni í Stokkhólmi að yrkja ljóðabálk, sem átti upprunalega að verða 100 Ijóð, en þau urðu þó aldrei nema 82. Sum þessara ljóða dreifðust fljót- lega manna á milli í afritum, en ekki komst ljóðasafn þetta á prent fyrr en 1790. Ljóðasafninu fylgdi bráðsnjall formáli eftir skáldið J. H. Kellgren, sem 14 árum áður hafði skrifað óbóta skammagrein um hinn unga skáldbróður sinn og kallað hann klámfenginn fylliraft. En nú var honum löngu orðin ljós snilligáfa skáldsins og sérkenni hennar. Ljóðabókin bar nafnið Fredmans epistlar, og hlaut höfund- urinn að launum fimmtíu ríkisdali og frægð, sem er óbliknuð enn. Þótt bögsulega hefði gengið að koma pistlunum á prent, þurfti höfundur þeirra, Carl Michael Bellman, ekki að kvarta undan áhugaleysi samborgara sinna um ljóð hans. Skáldferil sinn hafði hann hafið 17 ára að aldri árið 1757, og voru fyrstu ljóð hans trúarlegs eðlis, en fljótlega tók hann að yrkja gaman- bragi og háðkvæði. Kvæðið „Tankar om flickors ostadighet", sem hann orti 18 ára, vakti rnikið umtal. Árið 1765 fór hann að yrkja gamanljóð um persónur og atburði úr Gamla testamentinu, og urðu sum þessara ljóða brátt á allra vörum og dreifðust munnlega eða í afritum um gjörvalla Svíþjóð og til grannlandanna. Kveðskapur af þessu tagi hafði þá um skeið verið í tízku og fylgt í kjölfar upp- lýsingarstefnunnar sem eins konar andsvar við þrúgandi alvöru og helgislepju píetismans, er drottnað hafði í Skandinavíu fyrr á öldinni. Frægast og vinsælast þessara „biblíuljóða" Bellmans er Gubben Noach, sem nú á tveggja alda afmæli. Enn lærir hvert barn í íslandi annað og þriðja erindi þeirrar stælingar á þessu ljóði, sem birtist á prenti úti í Kaupmanna- höfn árið 1787 undir heitinu Gamansamur Quedlingur um vom gamla Forfödr Nóa. Hefur Pétur Sigurðsson, fyrmm háskólaritari, sýnt fram á, að stælandinn er Eiríkur Björnsson, víðförli kallaður vegna Kínafarar. Ekki er hægt að segja, að Eiríkur komist neins staðar mjög nærri frumtextanum, og þótt erindin í stæl- ingu hans séu tveimur fleiri en í frumkvæðinu, minnist hann hvergi á frú Nóa, þá ágætu konu. Þriðja erindið: Aldrei drakk hann, stangast mjög við lýsingu Bellmans á Nóa. Þó hefur Eiríkur fangað nokkuð af þokka frumkvæðisins. Hefur sá þokki, ásamt laginu, tryggt stælingu hans langlífi, og þeirri tilraun til ná-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.