Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 13
ANDVARI
ÁRNI FRIÐRIKSSON
11
Strax eftir lok seinni heimsstyrjaldar fór Árni að leggja drög að því
að merkja síld við Noreg og fsland. Tók liann málið upp við fiskimála-
stjóra Norðmanna, Ola Brynjelsen, og Einar Lea fiskifræðing, einn kunn-
asta síldarsérfræðing Norðmanna. Árangurinn varð sá, að hafizt var handa
um sameiginlegar síldarmerkingar Norðmanna og fslendinga.
Af Norðmanna hálfu hafði Olav Aasen fiskifræðingur umsjón með
þessurn merkingum. f fyrstu var notaður tvíeggja hnífur til þess að skera
fvrir merkinu í kviði síldarinnar, og var merkinu, sem er lítil málmplata,
síðan stungið inn í kviðarholið með flísatöng. Málmplata þessi er segul-
mögnuð og festist svo í seglum verksmiðjunnar, en þeir eru notaðir til
þess að hreinsa alls konar járnhluti, er berast kunna með aflanum úr
veiðiskipunum. Þetta var talsvert seinleg aðferð, svo að ekki leið á föngu
áður en farið var að nota sérstaka merkingarbyssu, sem Olav Aasen hann-
aði, og varð þá merkingin miklu einfaldari og fljótvirkari. Það voru
Bandaríkjamenn, sem fyrstir manna merktu síld árið 1933, og það var
aðferð þeirra, senr fyrst var notuð í íslenzk-norsku síldarmerkingunum.
Fyrstu merkinoarnar voru síðan framkvæmdar við vesturströnd Noregs
í hyrjun rnarz 1948, og næsta merking var svo gerð út af Norðurlandi í
ágúst sama ár. Á árunum 1948-50 voru saintals merktar rúmlega 42 þús-
und síldar og þar af 7475 við ísland.
Fyrsta beina sönnunin um, að síldin gengi á milli landanna, var merki,
sem fékkst í verksmiðjunni á Storð í Vestur-Noregi 9. febrúar 1949. Síld
þessi veiddist fyrir norðan Bergen, en hafði verið merkt við Lundev á
Skjálfanda 22. ágúst 1948.
Mikill fjöldi endurheimtra sílda á næstu árum áttu eftir að svna, svo
?ð ekki varð um villzt, að kenning Árna var rétt.
Þegar Árni réðst í þjónustu Fiskifélags íslands, var ætfunin, að þorsk-
veiðirannsóknir yrðu kjarninn í starfi hans.
Hann réðst strax í að skipuleggja gagnasöfnun og fékk rnenn til þess
að mæla og safna kvörnum úr þorski í mörgum verstöðvum og einnig
menn á togurum. Hann skrifaði í ársbyrjun 1932 fyrstu skýrslu sína um
,,Fiskirannsóknir Fiskifélags Islands árið 1931“.
Til voru nokkur gögn um þorsk, er Danir höfðu látið safna á árunum
1928-1930, og mynduðu þau góðan grundvöll fyrir þessar byrjunarrann-
sóknir. í þessum gögnum kom greinilega í ljós, að missterkir árgangar voru
í þorskaflanum, en árið 1930 kom inn í veiðina á vetrarvertíð sunnan-
lands einn sterkasti árgangur, sem komið hefur í þorskstofninum frá því