Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1980, Page 20

Andvari - 01.01.1980, Page 20
18 JÓN JÓNSSON ANDVARI Ölafur Thors, sem þá var sjávarútvegsráðherra, hafði snör handtök, og tækið, sem kostaði 900 þús. kr. og þótti dýrt, var sett um horð í varðskipið Ægi árið 1953. Það var af brezkri gerð, kallað Whalefinder, enda endur- 'hannað til þess að leita hvala í Suðurishafi. Með því var hægt að sjá lárétt út frá skipinu 1500 metra í allar áttir, og má nærri geta, hve mjög þetta jók á alla möguleika að finna síldina, enda gerbreytti þetta tæki og þau sem á eftir komu í veiðiskipin allri veiðitækni. Má nefna sem dæmi, að síldveiði Islendinga tífaldaðist á árunum 1953-1965, og réðu fiskriti og kraftblökk þar mestu um. Varðskipð Ægir var síðan meir og meir notað til síldarleitar, og 1954 var komið þar fyrir rannsóknastofu og aðstæður allar til gagnatöku endur- bættar. Arið 1950 kom varðskipið „María Júlía“ til landsins, en það er smíðað bæði sem varðskip og rannsóknaskip. Var allgóð aðstaða um borð, þótt þröngt væri. M. a. hafði skipið fullkominn búnað til togveiða, og var því um mikla framför að ræða, þar eð ekki var hægt að nota Ægi til togveiða. Hafrannsóknir verða ekki stundaðar skynsamlega, nema til komi víð- tæk alþjóðasamvinna, og af þeim sökum var Alþjóðahafrannsóknaráðið sett á stofn árið 1902, eins og að framan greinir. Hér er um að ræða ein elztu og virðulegustu alþjóðasamtök í heiminum, og hafa þau haft ómælda þýðingu fyrir þekkingu okkar á hafinu og lífríki þess. Alþjóðahafrann- sóknaráðið hefur verið ráðgjafi Evrópuþjóða um fiskveiðar og fiskvernd á mörgum undanförnum árum; það gefur árlega út skýrslur um fiskveið- ar meðlimaríkjanna og fjölmargar ritraðir um sjórannsóknir og fiskirann- sóknir. Til skamms tíma var það til húsa í gamalli höll í Charlottenlund rétt norðan við Kaupmannahöfn, er danska ríkisstjórnin lét því í té. Það heldur aðalfund sinn einu sinni á ári, en auk þess eru starfandi fjölmargar vinnu- nefndir um hin margvíslegustu málefni. A aðalfundinum eru lagðar frarn skýrslur um ástand nytjastofna á svæðinu, og einnig er gerð grein fyrir fjölmörgum öðrum rannsóknum varðandi hafið. Island gerðist meðlimur í Alþjóðahafrannsóknaráðinu árið 1938, og var Árni annar af fulltrúum íslands frá byrjun og fram til ársins 1953, sat alla fundi þess, svo og fjölmarga aðra alþjóðafundi um fiskveiðar og fiskvernd. Hann var formaður í síldarnefnd ráðsins árin 1950-1953 og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.