Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 31

Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 31
ANDVARI SXORRI STIIRLUSOX OG NORÐMENN 29 nú var hann þó ógagnrýninn í fræðum sínum. Noregs saga hans er að mestu endursögn á íslendinga sögum og konungasögum, og frásagnir Snorra tekur hann að mestu gildar. Gerhard Schöning tókst ekki að ljúka verki sínu, eins og ég nefndi áður, en lesendur hans kynntust þó Hákoni konungi góða eða Hákoni Aðalsteinsfóstra. Schöning lýsir Hákoni sem miklum fyrirmyndarkonungi, konung- inum, sem gaf bændum óðul sín aftur, óðulin, sem Haraldur hárfagri hafði tekið af þeim. Þetta var fegruð mynd af frásögn Snorra, og þessi frásögn fann sterkan hljómgrunn meðal fólks, þegar óðalsbóndinn var ein meginstoðanna í norskum stjórnmálum og norskri hugsun og óðalsrétturinn gat orðið undirstaða þjóðfrelsis. Hákon Aðalsteinsfóstri lifði lengi með norskum skáldum og stjórnmálamönnum eftir þetta. Arið 1814 losnaði Noregur úr ríkjasambandi við Danmörku. Þingið á Eiðs- velli setti nýja stjórnarskrá og Noregur sameinaðist Svíþjóð sem frjálst og full- valda ríki. Aður en til þess kom, urðu margir atburðir í stjórnmálum álfunnar, og áhrifa gætti víða að, þegar stjórnarskráin var sett. En frelsisbarátta Norðmanna á þess- urn tíma hefði að engu orðið, ef ekki hefði vaknað sterk þjóðernisvitund með fólki á 18. öld. Það er engum vafa undirorpið, að rnikinn styrk sótti sú vitund í Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Fulltrúar á þinginu á Eiðsvelli töldu sig hafa tengst að nýju Noregi sagnanna og tengslin hefðu rofnað, þegar Noregur sameinaðist Danmörku. Þessi skoðun kemur berlega í ljós í orðum Georgs Sverdrups, forseta þingsins, 17. maí 1814: „Reist er altsá innen Norges enemerker Norges gamle kongestol, som Adelstener og Sverrer beklædte, og hvorfra de med visdom og kraft styrte gamle Norge.“ Þetta er sama hugsunin og kemur fram í orðum skáldsins Henriks Werge- lands nokkrum árum síðar. „Várt Norge og fortidens Norge synes som to avbrutte halvringe, der passer pá det noyeste sammen.“ Noregur á fyrri tíð er það land, sem Wergeland kynntist í Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Eftir 1814, þegar verja þurfti sjálfstæði Stórþingsins norska gegn sænska konungsvaldinu, sóttu menn vörn sína í Heimskringlu. Þar fundu skáld og stjórn- málamenn ríki með eins konar þingbundinni konungsstjórn, þar sem konungur- >nn studdist við þjóðina og þjóðin var hinir frjálsu óðalsbændur Noregs. Árið 1814 og árin þar á eftir var það þýðing Peders Claussönar á Heims- kringlu, sem lesin var í Noregi. En málið þótti nú smám saman gamaldags. 1830 kom út ný þýðing, sem Jacob Aall hafði gert. Þessi útgáfa barst víða, og margir urðu til að lesa hana, enda seldist hún í 4000 eintökum. Árið 1859 kom enn út ný þýðing á Heimskringlu, sem sagnfræðingurinn Peter Andreas Munch hafði gert, og leysti hún þýðingu Aalls af hólmi. Nú varð les- endahópurinn enn fjölmennari. Þó varð þessi útgáfa heldur engin þjóðareign. Það varð Heimskringla fyrst með útgáfunni 1870 á þýðingu Steinars Schjötts, sem var á nýnorsku, og þó einkum og sér í lagi með útgáfu á þýðingu Gustavs Storms
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.