Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Síða 32

Andvari - 01.01.1980, Síða 32
30 LUDVIG HOLM-OLSEN ANDVARI árið 1899, sem var á bókmáli. Árið 1900 voru þessar útgáfur tvær prentaðar í 100.000 eintökum. Þessi mikli áhugi á sögum Noregskonunga um aldamótin síðustu átti rætur að rekja til deilnanna, sem leiddu til þess að ríkjasamband Noregs og Svíþjóðar var leyst upp árið 1905. Á sama hátt og verið hafði árið 1814, sóttu Norðmenn nú enn styrk í forna sögu sína og þá einkum í Heimskringlu. Síðar hafa komið út nýjar útgáfur á þýðingu Storms, og þýðingin á nýnorsku hefur einnig komið í nýjum upplögum. í minningu 800 ára afmælis Snorra Sturlu- sonar komu út skrautútgáfur af Heimskringlu og öðrum konungasögum, bæði á bókmáli og nýnorsku. Alls munu þýðingarnar á Heimskringlu hafa verið gefnar út í 350.000 eintökum síðustu eitt hundrað ár Er það stærra upplag en af nokk- urri annarri bók um veraldleg efni. Og allt frá því í lok síðustu aldar hafa í lestr- arbókum barnaskólanna verið kaflar úr Heimskringlu, einkum kaflar úr Ólafs sögu helga. Norsk skáld hafa sótt efni til konungasagna frá því um 1770. Einkum var það algengt um 1814. En stórbrotin skáldverk, sem sóttu efni til sagnanna, komu fyrst fram milli 1860 og 1870, þegar söguleg leikrit þeirra Björnsons og Ibsens komu út. Það var Björnson, sem sótti efni sitt til Snorra. Ibsen leitaði til annarra sagna. Björnson las konungasögur allt frá skólaárum sínum. „Sögurnar voru fyrsti skemmtilestur minn,“ segir hann á einum stað, „og í mörg ár það eina sem ég las.“ Hann talaði um Ólaf helga eins og náinn vin sinn. „Góði maður, ég þekkti hann þó,“ sagði hann. Björnson sótti andagift sína til Heimskringlu Snorra, þegar hann samdi leikritin um Sigurð Jórsalafara og Sigurð slembi og langt sögukvæði um Arnljót gellina, sem Snorri er þó ekki margorður um. Sífellt sækja norsk skáld til miðalda, og enn birtast persónur úr Heimskringlu í skáldsögum og leikritum eftir norska höfunda. Norskir myndlistarmenn hafa einnig sótt myndefni til konungasagna. Ég nefni aðeins teikningar þær sem birtust í útgáfu Gustavs Storms og teiknaðar eru á árunum eftir 1890. Þar birtist enn sköpunarmáttur Snorra, í myndum eftir Christian Krohg, Erik Werenskiold, Gerhard Munthe, Halvdan Egedius og raunar fleiri. Þessar teikningar hafa einnig birst í íslenskri útgáfu af Heimskringlu. Menn muna því ef til vill eftir mynd Werenskiolds, þar sem skip sigurvegaranna snúa heim aftur eftir orrustuna við Svoldur og langskipin koma á móti manni með gínandi trjónur sínar á kyrru kvöldi. Ellegar muna menn eftir hinum sér- stöku og stílfærðu myndum eftir Gerhard Munthe eða þá mynd Christians Krohgs af Snorra, sem í rauninni er sjálfsmynd listamannsins. Jafn merkilegar eða ef til vill merkilegastar af öllu eru myndir Halvdans Egediusar, sem hann fékk lokið, áður en hann andaðist 22 ára gamall. Það er hreint undur, hvernig Snorri hefur magnað listgáfu þessa unga manns og hvernig Egedius með listrænu innsæi sínu fléttar landslag inn í myndefnið á sama hátt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.