Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1980, Side 34

Andvari - 01.01.1980, Side 34
32 LUDVIG HOLM-OLSHN ANDVARI hefur haldið gildi sínu. Munch skrifar: „I Besiddelse af alle Hjelpemidler, be- herskende sit Stof, og Mester i at behandle Sproget, forstod han at ordne de forskjellige Masser til et harmonisk Heelt, som fra den Tid af blev Grundlaget for aile senere Bearbejdelser/1 Eg vil gjarna benda á, að norskir fræðimenn gerðu sér það ljóst þegar um 1890, að Snorri Sturluson var rithöfundur, sem vann á sjálfstæðan og sérstakan hátt. Frásagnir þær, sem hann vann úr á gagnrýninn hátt, áttu hins vegar rætur að rekja til munnlegrar geymdar, og fræðimenn trúðu því þá, að þessi munnlega geymd væri traust og áreiðanleg, enda þótt þeir gerðu ráð fyrir, að í henni væri að finna innskot, sem ekki væri að treysta. Miklu máli varðaði því að ryðja burtu þessum innskotum. Meginstefna þessara fræðimanna var að efast ekki um sannleiksgildi sagnanna, þar sem ekki var sérstök ástæða til að bera brigður á þær. Gustav Storrn var forystumaður í hópi sagnfræðinga næstu kynslóðar. Hann vísaði á bug þjóðlegri afstöðu fyrri fræðimanna í rannsóknum á sagnfræðilegum staðreyndum, sem hann taldi hafa einkennt verk þeirra. Og rannsóknum á verk- um Snorra Sturlusonar miðaði langt á veg, þegar út kom bók Storms Snorre Sturlassons Historieskrivning, kritisk Undersogelse árið 1873. Fyrst fjallar Storm um það, hvort unnt sé að treysta því, að Snorri sé höfundur Heimskringlu. Nafn hans sé ekki varðveitt í neinu handriti af Heimskringlu, eins og vitað sé. Það séu aðeins þýðendurnir tveir, Laurents Hanssön og Peder Claus- sön, sem nefni hann sem höfund. Storm sýnir fram á, að frásagnir þeirra hljóti að vera réttar. lslenskir sagnaritarar á 13. og 14. öld vitni til konungasagna Snorra, og þar geti ekki verið um að ræða neitt annað verk en Heimskringlu. Enginn hafi getað borið brigður á þetta síðan. Storm komst hins vegar ekki að neinni niðurstöðu um það, hvaðan þýðendurnir tveir hefðu fengið þessa vitneskju sína. Svar við því fann Jakob Benediktsson að lokum, þegar hann benti á, að senni- lega hefðu þeir báðir stuðst við sama handritið af Heimskringlu, sem nú væri glatað. I bók sinni gefur Storm glöggt yfirlit yfir heimildir þær, er Snorri studdist við. Yfirlit þetta varpaði ljósi á margt, en eins og að líkurn lætur, hefur orðið að aulca ýmsu við og leiðrétta annað. Hann bendir á, hvernig Snorri tekur fyrir- rennurum sínum fram, bæði sem gagnrýninn sagnfræðingur og sem listamaður. Storm efaðist mjög um áreiðanleika munnlegrar geymdar, mun meira en þeir Keyser og Munch höfðu gert, og hann lagði enn ríkari áherslu á það en þeir höfðu gert, hversu gagnrýninn Snorri hefði verið sem sagnfræðingur og skap- andi sem listrænn rithöfundur. Með bók sinni vinnur. Storm þessari skoðun fylgi, og þannig fjarlægist hann verulega fyrirrennara sína, sem treyst höfðu heimildar- gildi konungasagna. 1 stuttri neðanmálsgrein í bók sinni vísar Storm leiðina langt fram á veg: „Til den literære Betragtning af Snorre - hvorpaa vistnok fremtidige Under-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.