Andvari - 01.01.1980, Side 52
50
ÁRNI KRISTJÁNSSON
ANDVARI
verk í þakkarskyni fyrir að hann var kjörinn heiðursfélagi þess. Anselm Híitten-
brenner, vinur hans, var þar hljómsveitarstjóri, en flutti ekki verkið, sem lá hjá
honum í þagnargildi í 42 ár: H-moll sinfónían var frumflutt 17. des. 1865 í Vín-
arborg. Þannig fór fyrir flestum meiriháttar tónverkum Schuberts: Þau voru dregin
rykfallin út úr skúmaskotum og frumflutt löngu eftir að þau urðu til.
Þegar hér er komið sögu og Schubert var hálfþrítugur að aldri, fara lögin
hans að komast á prent. Leopold Sonnleithner, lögfræðingur, einn af heldri borg-
urum Vínarborgar, gerir það í vináttuskyni við Schubert að kosta útgáfu á fyrstu
sönglögunum hans, „Erlkönig“ þ. a. m., og er það virðist borga sig, fara útgef-
endur að gefa þeim gaum og bera víurnar í önnur verk hans. Enda þótt þeir hafi
í rauninni haft af honum í viðskiptum sínum við hann, verður samt rýmra um hag
hans. En ekki er ólánið lengi til að vilja. Hann veikist hastarlega í desembermánuði
1822 og verður að leggjast inn á sjúkrahús í ársbyrjun 1823, illa haldinn af sára-
sótt. Hann hefir óstjórnlegar höfuðkvalir og önnur einkenni hinnar skæðu veiki,
sem í þá tíð var næsta ólæknandi, en er bráir af honum, semur hann á spítalanum
fyrstu lögin í lagaflokknum „Die schöne Múllerin" („Malarastúlkan fagra“) við
ljóðsögu Wilhelms Múllers, sem var jafnaldri hans, náttúruskáld eins og hann og
svipaði um margt til tónskáldsins að öðru leyti. En Schubert finnur feigðina kalla
að sér. „Mér er til efs, að ég fái nokkurntíma heilsuna aftur,“ skrifar hann Schober.
Og hann er einmana: „Enginn skilur annars kvöl né heldur annars sælu. Menn
halda, að þeir geti orðið nákomnir hver öðrum, en verða aðeins samferða. Hvílík
raun til þess að vita!“ skrifar hann í dagbók sína 27. marz sama ár. Og vini sín-
um Kupelwieser í Rómaborg segir hann þetta í bréfi, dags. 31. marz 1824:
„Mér finnst ég vera óhamingjusamastur og vesælastur allra í þessum heimi.
Hugsaðu þér mann, sem misst hefir heilsu sína fyrir fullt og allt, á sér enga
batavon og gerir illt verra í öngum sínum. Hugsaðu þér mann, segi ég aftur, sem
séð hefir allar vonir sínar bresta og fundið ástarsælu og vinafagnað breytast í
sársauka og er í þann veginn að glata fegurðarskyni sínu. }á, hugsaðu þér þennan
mann og spurðu sjálfan þig, hvort hann sé ekki í sannleika talað bæði armur
og aumkunarverður.
„Mér er svo þungt og ég finn ei fró
og fæ nú aldrei, nei aldrei ró,“
gæti ég sungið hvern dag, en að kvöldi, þegar ég leggst út af, er það mín eina ósk,
að ég vakni ekki framar."1)
í sama mánuði og þetta bréf er ritað byrjar hann að semja strengjakvartettinn
í d-moll („Dauðinn og stúlkan“). Ekkert gat sefað angur hans nema tónlistin.
Hún hjálpaði honum til að lifa og líða sín örlög. Er við hlustum á kvartettinn,
þykjumst við í hröðu þáttunum heyra dauðann slá fiðlu sína af mætti, en í 2. þætti,
J) Ljóðlínurnar eru úr „Grétu við rokkinn" í þýð. Matth. Jochumssonar.