Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 52

Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 52
50 ÁRNI KRISTJÁNSSON ANDVARI verk í þakkarskyni fyrir að hann var kjörinn heiðursfélagi þess. Anselm Híitten- brenner, vinur hans, var þar hljómsveitarstjóri, en flutti ekki verkið, sem lá hjá honum í þagnargildi í 42 ár: H-moll sinfónían var frumflutt 17. des. 1865 í Vín- arborg. Þannig fór fyrir flestum meiriháttar tónverkum Schuberts: Þau voru dregin rykfallin út úr skúmaskotum og frumflutt löngu eftir að þau urðu til. Þegar hér er komið sögu og Schubert var hálfþrítugur að aldri, fara lögin hans að komast á prent. Leopold Sonnleithner, lögfræðingur, einn af heldri borg- urum Vínarborgar, gerir það í vináttuskyni við Schubert að kosta útgáfu á fyrstu sönglögunum hans, „Erlkönig“ þ. a. m., og er það virðist borga sig, fara útgef- endur að gefa þeim gaum og bera víurnar í önnur verk hans. Enda þótt þeir hafi í rauninni haft af honum í viðskiptum sínum við hann, verður samt rýmra um hag hans. En ekki er ólánið lengi til að vilja. Hann veikist hastarlega í desembermánuði 1822 og verður að leggjast inn á sjúkrahús í ársbyrjun 1823, illa haldinn af sára- sótt. Hann hefir óstjórnlegar höfuðkvalir og önnur einkenni hinnar skæðu veiki, sem í þá tíð var næsta ólæknandi, en er bráir af honum, semur hann á spítalanum fyrstu lögin í lagaflokknum „Die schöne Múllerin" („Malarastúlkan fagra“) við ljóðsögu Wilhelms Múllers, sem var jafnaldri hans, náttúruskáld eins og hann og svipaði um margt til tónskáldsins að öðru leyti. En Schubert finnur feigðina kalla að sér. „Mér er til efs, að ég fái nokkurntíma heilsuna aftur,“ skrifar hann Schober. Og hann er einmana: „Enginn skilur annars kvöl né heldur annars sælu. Menn halda, að þeir geti orðið nákomnir hver öðrum, en verða aðeins samferða. Hvílík raun til þess að vita!“ skrifar hann í dagbók sína 27. marz sama ár. Og vini sín- um Kupelwieser í Rómaborg segir hann þetta í bréfi, dags. 31. marz 1824: „Mér finnst ég vera óhamingjusamastur og vesælastur allra í þessum heimi. Hugsaðu þér mann, sem misst hefir heilsu sína fyrir fullt og allt, á sér enga batavon og gerir illt verra í öngum sínum. Hugsaðu þér mann, segi ég aftur, sem séð hefir allar vonir sínar bresta og fundið ástarsælu og vinafagnað breytast í sársauka og er í þann veginn að glata fegurðarskyni sínu. }á, hugsaðu þér þennan mann og spurðu sjálfan þig, hvort hann sé ekki í sannleika talað bæði armur og aumkunarverður. „Mér er svo þungt og ég finn ei fró og fæ nú aldrei, nei aldrei ró,“ gæti ég sungið hvern dag, en að kvöldi, þegar ég leggst út af, er það mín eina ósk, að ég vakni ekki framar."1) í sama mánuði og þetta bréf er ritað byrjar hann að semja strengjakvartettinn í d-moll („Dauðinn og stúlkan“). Ekkert gat sefað angur hans nema tónlistin. Hún hjálpaði honum til að lifa og líða sín örlög. Er við hlustum á kvartettinn, þykjumst við í hröðu þáttunum heyra dauðann slá fiðlu sína af mætti, en í 2. þætti, J) Ljóðlínurnar eru úr „Grétu við rokkinn" í þýð. Matth. Jochumssonar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.