Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 59

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 59
ANDVAHI SVÍNASKÁLABÓNDI SEGIR TÍÐINDI 57 áratugum 19. aldar mátti heita að þeir tækju að leita hvala víða um höf, enda gerðust þeir nú stórvirkari við hvalveiðar en nokkur þjóð hafði áður verið. Árið 1842 var hvalveiðifloti Bandaríkjamanna 594 skip, en þá var talið, að allar aðrar þjóðir heims ættu um 230 hvalveiðiskip samtals. Stærstur mun bandaríski hvalveiðiflotinn hafa orðið 1846, 735 skip. Flest voru þetta seglskip, en upp úr þessu var farið að gera út gufubáta til veiðanna. Stærstur var hval- veiðiflotinn frá útgerðarbæjunum New Bedford og Nantucket, skammt sunnan við Boston, en einnig var gert út frá New York og fleiri hafnarborgum á þess- um slóðum. Hin gegndarlausa hvalveiði Bandaríkjamanna hlaut að hafa örlagarík áhrif á hvalastofna, enda kom brátt að því. Að vísu voru hvalaskutlar enn næsta ófullkomnir og öll veiðitækni frumstæð, svo að iöngum var mjög undir hælinn lagt, hve margir hvalir náðust. En veiðimenn drápu og særðu fjölda hvala, enda þótt þeir misstu þá í hrönnum. Eru ýmsar lýsingar á slíku blóðbaði næsta ófagrar. Þegar líða tók fram um 1840, fór veiði Bandaríkjamanna á heimaslóðum mjög að tregðast, og um miðja öldina barðist hinn mikli veiðifloti í bökkum sakir aflaleysis. Fækkaði skipunum með hverju ári, svo að um 1875 gerðu Bandaríkjamenn aðeins út fáa tugi hvalveiðiskipa. Um og eftir 1850, þegar veiðar þeirra Vesturheimsmanna stórminnkuðu ár frá ári, leituðu útgerðarmenn fyrir sér víða um höf, þar sem hugsanlegt var talið, að hvals yrði aflað. Var nú jafnframt farið að eltast við reyðarhvali í vaxandi mæli og ýmsar tilraunir gerðar til að endurbæta hvalabyssuna, sem enn var næsta ófullkomin. Leituðu sumir hvalveiðimenn á þessum og næstu árum einatt langt frá heimkynnum sínum. 1 þeim hópi voru hvalveiðimenn þeir frá New York, sem örlögin höfðu borið að ströndum íslands. III Skipstjóri á Reindeer og leiðangursstjóri var Thomas Welcome Roys, en meðeigandi hans hét Gustav Adolph Lilliendahl (af sænskum ættum?), báðir búsettir í New York. T. W. Roys var maður tæplega sextugur. Hafði hann lengi verið skipstjóri á bandarískum hvalveiðiskipum, bæði í norðurhöfum og á suðlægum slóðum. Um nokkurra ára skeið hafði Roys unnið að uppgötvun, sem hann gerði sér vonir um að gerbreytt gæti aðstöðu allri við hvalveiðar. Hann fékkst við að finna upp hvalabyssu, sem gæti skotið skutli með viðtengdu sprengihylki, er átti að springa þegar í hvalinn kæmi og stytta lífdaga hans. Var búnaðurinn hliðstæður því, er eldflaug er skotið á loft, enda nefndi Roys skotvopn sín „eldflauga- byssur og eldflaugaskutla" (Rocket Guns and Rocket Harpoons). Roys hafði einna fyrstur bandarískra hvalveiðimanna tekið að veiða á norð- lægum slóðum. Árið 1848, er hann var skipstjóri á Superior, hafði hann siglt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.