Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1980, Page 64

Andvari - 01.01.1980, Page 64
62 GILS GUÐMUNDSSON ANDVARI kaupa hér jarðir m. fl. Hann hefur því keypt verslunarhús þeirra Örum og Wulffs, er standa á Vestdalseyri við Seyðisfjörð fyrir 1000 pund sterling, er hartnær samgilda 9000 rd. í vor um páskana höfðu tvö hvalaveiðiskip komið frá Roys til Seyðisfjarðar, og annað þeirra fermt kolum. Höfðu þau verið átta vikur á leiðinni og drepið fjóra hvali, en náð tveimur; að sönnu hafði annar þeirra sokkið á Seyðisfirði; allt fyrir það höfðu hvalaveiðimenn vissa von um, að þeir næðu honum upp aftur. Rengisvættina höfðu þeir selt 8 mörk, en þvestis- vættina 4 mörk. Beinin lætur nú Roys hirða og mala og setja í tunnur, ætlar síðan að selja þau til Englands. Mælt er, að Roys muni ætla sér að reka verslun hér, og borga drjúgum lýsi og ull.“ Enn segir Norðanfari fréttir af hvalveiðimönnum 31. júní 1865, samkvæmt bréfi að austan: „Það er hér til tíðinda sem góð má kalla, að jórvíkingar frá Norður-Ameríku eru sestir hér að á Vestdalseyri. Þeir hafa náð þrem eða fjórum hvölum og selt af rengi og þvesti mörgum mönnum til bjargar. Eitthvað er sagt þeir hafi misst af hvölum, og er líklegt, að þá reki einhversstaðar. Vestmenn þessir komu fyrst á tréskipi stóru þrímöstruðu (barkskipi) og veiddu á bátum sínum tvo hvali, því næst kom kolaskip og seinast fyrir skömmu gufubátur af járni (12 lesta skip fyrir utan gufuvélarnar); hann kvað eiga að vera til veiðanna með skot- bátunum. Síðan hafa þeir náð hér einum hval og öðrum suður í Berufirði. Talið er, að þessir hvalaveiðimenn ætli að bræða allt af hvölunum, þegar þeir hafa komið fyrir bræðslutólum sínum í landi; þar kváðu þeir og ætla að mala öll beinin og flytja heim mjölið; verður okkur þá minna gagn af þessum veiðum, ef allt er brætt af hvölunum, þó mun nokkra reka, sem skotnir verða, en nást ekki. Hætt þykir mér við, að Vestmenn verði stundum ærið frekir til fjárins og sæti lítið landslögum okkar; undarlegt þykir mér, ef þeir hafa leyfi til að veiða hér inni á fjörðum og ekkert komi í móti landinu til gagns.“ í sama tölublaði Norðanfara birtist svofelldur pistill frá öðrum bréfritara að austan: „Hvalaveiðimaðurinn W. Roys frá Nýju Jórvík vill fá 10 menn íslenska unga og hrausta til þjónustu og kenna þeim alla aðferð við veiðarnar o. s. frv. Hann er sagt að bjóðist til að útvega íslendingum smá gufuskip með öllum áhöldum til hvalaveiða fyrir 800 ríkisdali (að mig minnir) og kenna alla aðferð, sem þar að lýtur, ef þiggja vilja, og virðist mér að landar vorir ættu að taka því með þökkum, því slíkt gæti að öllum líkindum orðið landinu til hinna mestu hags- muna. Ekki veit ég með vissu, hvað marga hvali hann er búinn að fá hér í sum- ar, því einir segja fimm, aðrir sjö, og margir sem hann hafi misst, er líklega einhverjir eða allir bera fyrr eða síðar að landi.“ Þjóðólfur birtir um haustið bréf úr Múlaþingi dagsett 5. september. Þar segir: „Hvalaveiðimennirnir frá New York hafa nú, að sögn, drepið 40 hvali, en náð einasta 16. Meðeigandinn kom í ágúst á öðru gufuskipi til að líta eftir, í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.