Andvari - 01.01.1980, Síða 64
62
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
kaupa hér jarðir m. fl. Hann hefur því keypt verslunarhús þeirra Örum og
Wulffs, er standa á Vestdalseyri við Seyðisfjörð fyrir 1000 pund sterling, er
hartnær samgilda 9000 rd. í vor um páskana höfðu tvö hvalaveiðiskip komið
frá Roys til Seyðisfjarðar, og annað þeirra fermt kolum. Höfðu þau verið átta
vikur á leiðinni og drepið fjóra hvali, en náð tveimur; að sönnu hafði annar
þeirra sokkið á Seyðisfirði; allt fyrir það höfðu hvalaveiðimenn vissa von um,
að þeir næðu honum upp aftur. Rengisvættina höfðu þeir selt 8 mörk, en þvestis-
vættina 4 mörk. Beinin lætur nú Roys hirða og mala og setja í tunnur, ætlar
síðan að selja þau til Englands. Mælt er, að Roys muni ætla sér að reka verslun
hér, og borga drjúgum lýsi og ull.“
Enn segir Norðanfari fréttir af hvalveiðimönnum 31. júní 1865, samkvæmt
bréfi að austan:
„Það er hér til tíðinda sem góð má kalla, að jórvíkingar frá Norður-Ameríku
eru sestir hér að á Vestdalseyri. Þeir hafa náð þrem eða fjórum hvölum og selt
af rengi og þvesti mörgum mönnum til bjargar. Eitthvað er sagt þeir hafi misst
af hvölum, og er líklegt, að þá reki einhversstaðar. Vestmenn þessir komu fyrst
á tréskipi stóru þrímöstruðu (barkskipi) og veiddu á bátum sínum tvo hvali,
því næst kom kolaskip og seinast fyrir skömmu gufubátur af járni (12 lesta
skip fyrir utan gufuvélarnar); hann kvað eiga að vera til veiðanna með skot-
bátunum. Síðan hafa þeir náð hér einum hval og öðrum suður í Berufirði. Talið
er, að þessir hvalaveiðimenn ætli að bræða allt af hvölunum, þegar þeir hafa
komið fyrir bræðslutólum sínum í landi; þar kváðu þeir og ætla að mala öll
beinin og flytja heim mjölið; verður okkur þá minna gagn af þessum veiðum,
ef allt er brætt af hvölunum, þó mun nokkra reka, sem skotnir verða, en nást
ekki. Hætt þykir mér við, að Vestmenn verði stundum ærið frekir til fjárins
og sæti lítið landslögum okkar; undarlegt þykir mér, ef þeir hafa leyfi til að
veiða hér inni á fjörðum og ekkert komi í móti landinu til gagns.“
í sama tölublaði Norðanfara birtist svofelldur pistill frá öðrum bréfritara að
austan:
„Hvalaveiðimaðurinn W. Roys frá Nýju Jórvík vill fá 10 menn íslenska unga
og hrausta til þjónustu og kenna þeim alla aðferð við veiðarnar o. s. frv. Hann
er sagt að bjóðist til að útvega íslendingum smá gufuskip með öllum áhöldum
til hvalaveiða fyrir 800 ríkisdali (að mig minnir) og kenna alla aðferð, sem þar
að lýtur, ef þiggja vilja, og virðist mér að landar vorir ættu að taka því með
þökkum, því slíkt gæti að öllum líkindum orðið landinu til hinna mestu hags-
muna. Ekki veit ég með vissu, hvað marga hvali hann er búinn að fá hér í sum-
ar, því einir segja fimm, aðrir sjö, og margir sem hann hafi misst, er líklega
einhverjir eða allir bera fyrr eða síðar að landi.“
Þjóðólfur birtir um haustið bréf úr Múlaþingi dagsett 5. september. Þar segir:
„Hvalaveiðimennirnir frá New York hafa nú, að sögn, drepið 40 hvali, en
náð einasta 16. Meðeigandinn kom í ágúst á öðru gufuskipi til að líta eftir, í