Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 67

Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 67
andvari SVÍNASKÁLABÓNDI SEGIR TÍÐINDI 65 „Skipverjar voru sumir frá Vesturheimi, aðrir frá Svíþjóð, nokkrir úr Dan- mörku og tíu Islendingar. Danir og Svíar höfðu nú sumir verið lélegir og lítt vanir sjóverkum, og eigi lynt vel við yfirmenn sína. Hásetar þessir áttu því oft við hart að búa og voru stundum settir í járn, og það fyrir litlar sakir, enda var skipherrann á Steypireyðinni fyrir þessa harðneskju sektaður um 50 ríkisdali. Svíar og Danir höfðu haft minna kaup en Vesturheimsmenn og Bretar, sem meðal annars oft varð tilefni til misklíðar og áfloga, svo að sýslumaður O. Smith hafði oft orðið að skakka leikinn, með sinni mannúðlegu, en þó stjórnsömu milligöngu. Islendingar höfðu þar á móti komið sér vel og átt miklu betra atlæti en Danir og Svíar, og var hverjum landa vorra goldið 30 rd. í kaup um mánuðinn.“ VII Enda þótt veiðin yrði til muna meiri árið 1866 en undanfarin sumur, var þetta síðasta vertíðin, sem Thomas Roys gerði út skip til hvalveiða frá íslands- ströndum. Hann ákvað nú að slíta samstarfinu við Lilliendahl og ganga út úr fyrirtækinu. Um ástæðurnar er ekki fyllilega vitað. Vera kann, að ósamkomulag þeirra félaga hafi valdið. En margvíslegir erfiðleikar og vonbrigði hafa trúlega haft sín áhrif. Roys var orðinn aldraður maður, slitinn og þreyttur. Bágborinn fjárhagur hans mun og hafa stuðlað að þessum málalyktum. Lýsisverð á Banda- n'kjamarkaði fór stórlækkandi um þessar mundir, og hefur það ef til vill ráðið miklu um ákvörðun Roys. Lilliendahl vildi hins vegar ekki gefast upp við svo búið. Rak hann hval- veiðarnar frá Seyðisfirði sumarið 1867, trúlega með sama skipakosti og þar hafði verið áður. Heimildir um útgerðina þetta sumar eru af næsta skornum skammti. Þó er vitað, að heildaraflinn varð heldur minni en árið 1866, 36 hvalir veiddust. Verð á lýsi hélt enn áfram að lækka, enda gafst Lilliendahl einnig upp að lokinni vertíðinni 1867. Lauk þar með hvalveiðitilraunum Bandaríkjamanna hér við land, en þá höfðu þær staðið samfellt í 5 ár. Nú var hins vegar kominn á vettvang danskur hvalveiðileiðangur, sem tók upp þráðinn og hóf útgerð frá íslandi með veiðitækjum þeirra Vesturheimsmanna og fyrsta kastið í beinni samvinnu við Roysbræður. Leiðangursstjórinn hét O. C. Hammer, en útgerðarfélagið „Det danske Liskeriselskab“. Danir höfðu eitt gufu- skip og nokkra árabáta til veiðanna. Gufuskipið skírðu þeir Thomas Roys, í heiðursskyni við hinn aldna hvalveiðimann. „Ég réð nafninu - sem aldrei skyldi verið hafa,“ sagði Hammer einhverju sinni, þegar kastast hafði í kekki með hon- um og Roysbræðrum. Af Hammer og hvalveiðum hans hér við land er allmikil saga, en hún verður ekki sögð að þessu sinni. Að síðustu er þess að geta, að sumarið 1866 kom Norðmaðurinn Svend Foyn gagngert til Seyðisfjarðar á hvalveiðiskipi sínu til þess að kynna sér veiði-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.