Andvari - 01.01.1980, Page 72
70
EUGENIA OLHINA
ANDVARI
Prómeþeifi grimmilega. Þá kom Díonysos mannkyninu til hjálpar. Hann kenndi
því að drekka aldinsafa og hunang og að brugga af því vín.
1 þessu riti styðst hann ekki eingöngu við reynslu sína og störf í heimskauta-
löndunum, heldur leitar hann einnig fanga í skjalasöfnum víðsvegar í heiminum
og kannar frásagnir ýmissa landkönnuða og vísindamanna, bæði lækna, líffræð-
inga og mannfræðinga, sem höfðu unnið víða um lönd. Eftir nákvæmar rann-
sóknir komst hann að þeirri niðurstöðu, að krabbamein og þróun siðamenning-
ar héldust í hendur.
Hann studdist líka við skoðanir Amundsens, þótt þeir væru annars oft á önd-
verðum meiði. Amundsen hélt því fram í bók sinni ,,The Northwest Passage“,
sem kom út árið 1908, að evrópskir lifnaðarhættir hefðu skaðleg áhrif á heilsufar
eskimóa. Hann vitnaði einnig í dr. How, lækni og mannfræðing, sem hafði kannað
vel heilsufar eskimóa og hélt því fram að krabbamein væri ekki til meðal þeirra
eskimóa, sem héldu fast við forna lifnaðarhætti.
Vilhjálmur Stefánsson var sama sinnis og Albert Schweitzer, sem starfaði lengi
í vesturhiuta Afríku. Schweitzer segir frá því, að við komu sína til Suður-Afríku
árið 1913 hafi hann undrast það mjög, að krabbamein virtist þarna með öllu
óþekktur sjúkdómur. Bn á næstu árum fór að bera á nokkrum tilfellum og þau
urðu æ fleiri eftir því sem á leið. Hann hallaðist að því að þetta væri vegna þess,
að ættbálkarnir sem hann starfaði meðal voru farnir að tileinka sér lifnaðarhætti
hvítra manna í æ ríkara mæli. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að þarna væri
mest um að kenna óeðlilegum neysluvenjum hvítra manna.
í lokakafla þessarar bókar skrifar Vilhjálmur Stefánsson um þann ættbálk,
sem hann taldi hraustastan og best á sig kominn líkamlega af öllu fólki á jörðinni,
þ. e. Húnza-ættbálkinn, en hann býr víðsfjarri menningu hvítra manna, langt uppi
í fjöllum Indlands í Karakorúm.
Hallveig Thorlacius þýddi.