Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 82
80
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
ANDVARI
garð og neðan hjá flestum nema Lárusi Sigurbjörnssyni sem sá nýjungargildi
þeirra fyrir íslenska leikritun og vakti athygli á þeim í grein í Lögréttu 1935.
Lárus kallaði leikrit Guttorms „expressionistisk" og sjálfur hélt Guttormur upp
á þá skilgreiningu í samtölum við þann sem hér heldur á penna.
Nú ber að vísu ekki að taka slík vörumerki á bókmenntum hátíðlega urn of
þótt stundum geti þau verið til glöggvunar. Guttormur var næsta opinskár um þá
höfunda er hann taldi lærimeistara sína. Meðal þeirra nefndi hann frönsku sym-
bólistana, rómantíska leikritahöfunda og rómantískan hrollvekjuhöfund eins og
Edgar Allan Poe. Enn taldi hann höfunda eins og Karel Capek, Eugene O’Neill
og einn af þekktari leikritahöfundum þýska expressjónismans, Franz Werfel. Úr
öllum þessum áttum gátu honurn komið hugmyndaleg og listræn áhrif á leik-
ritagerð sína.
Flest leikrita Guttorms eru táknleg, oft slungin mikilli dulúð og óhugnaði.
Að því leyti sverja þau sig jafnt í ætt symbólismans og hrollvekjurómantíkur 19.
aldar.
Umhverfi, aðstæður, persónur og atburðarás eru oft næsta afkár og benda í
átt til absúrdleikhússins á síðari áratugum.
1 grófum dráttum má skipta leikritunum í tvo meginflokka: Annars vegar þau
sem flytja þjóðfélagslega og pólitíska ádeilu, hins vegar leikrit - og þau eru fleiri -
sem fjalla um tilvistarleg vandamál mannsins í veröldinni.
Lengsta leikrit Guttorms - hið eina sem er fimm þættir - „Hinir höltu“ er
pólitísk allegóría þar sem persónugerðir eru ýmsir h'kamshlutar og eiginleikar
mannsins auk gullsins.
Adeilan beinist að bölvænu valdi og áhrifum auðsins í mannlegu lífi og sam-
skiptum.
Enn beinskeyttari og ódulbúnari ádeila á kapftalískt skipulag birtist í ein-
þáttungnum „Byltingin“ þar sem sjálfur Kölski er fulltrúi auðmagnsins og flytur
m. a. eftirfarandi ræðustúf yfir meðleikendum sínum, Biskupinum, Þingmannin-
um og Borgarstjóranum:
„Jeg hef - án þess mikið hafi á því borið - haft þá ánægju, að hafa tilsjá með öll-
um ykkar gróðafyrirtækjum, svo sem hagkvæmum innkaupum hráefnis. - Það má
segja að verkamenn selji líf sitt við því verði, sem kallað er kaupgjald. Mjer hefur
í mörgum tilfellum tekist að lækka virðinguna á mannslífinu ofan í ekki neitt. Jeg
hef haft allmikil afskifti af heimsmarkaðinum - látið hann vera hvikulan eða
stöðugan, eftir því hvort það var einstaklingur eða almenningur, sem í hlut átti í
það og það skiftið. Jeg er meðmæltur framtaki einstaklingsins. Jeg er sá sem út-
vegað hefur einstaklingnum einkarjettindi á náttúrufríðindum.
Þriðja pólitíska ádeiluleikrit Guttorms, sem hér skal nefnt, er einþáttung-
urinn „Glæsisvallahirðin" sem hann á sínum tíma beindi gegn ofurmennishug-