Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 86

Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 86
84 GUTTORMUR J. GUTTORMSSON ANDVARI ofanmjöll, sem bráðnaði á leiðinni og varð að suddarigningu. Stundum hlóðst blaut- ur snjór á greinar trjánna og beygði þær niður. Snjóskriðurnar hlupu fram af þeim alltaf og alls staðar og ómögulegt að verjast þeim. Fyrst varð yzta fatið gegnblautt, þá varð maður að afklæðast því, næst varð peysan vatnssósa, þá að fara úr henni, þá varð vestið fyrir ádrepunni og seinast skyrtan. Skórnir og sokkarnir urðu bullu- blautir af leka úr buxunum og brókinni. Vettlingarnir grotnuðu í sundur af bleyt- unni og núningnum við axarskaftið, og varð manni sárkalt á höndunum, þegar á daginn leið. Svona veður voru til allrar lukku fátíð fyrri part vetrar. En manni urðu þau minnistæð, jafnvel þó ekkert annað óvanalegt kæmi fyrir. - Að enduðum einum þessara góðviðrisdaga kom það fyrir, sem nú skal greina. Um kvöldið klukkan 6 - þá var komið myrkur - voru fötin farin að stirðna af frosti. Eg var kominn í mín, en Jón Eiríksson og Guðmundur Jónsson höfðu ekki sín við hend- ina og þurftu að fara spölkorn inn í skóginn til að sækja þau og báðu mig að taka af sér axirnar sínar og bera þær út á „upphöggna línu“, sem var skammt fyrir norðan okkur og lá beint heim að kofunum rúmar tvær mílur. Skyldum við mæt- ast á línunni og verða samferða heim. Eg legg strax af stað með þrjár axir, geng hart, því mér var farið að kólna eins og nærri má geta. Axirnar voru vondur flutningur, því ekki var notalegt að halda berum höndum um axarsköftin. Mér þótti ég seinn og lengi að komast út á línuna, því hún var stuttan spöl þaðan, sem ég lagði af stað, og var skógurinn ekki ógreiður á þeirri leið, sem ég ætlaði að fara. í þess stað er ég allt í, einu kominn í flækjur af dauðum og föllnum skógi og kemst ekkert áfram. Þarna hafði stormur einhverntíma verið að verki og hrannað trjánum niður. Vegna myrkursins gat ég ekki rakið sporin nn'n til baka út úr flækjunni. Ég leitaði, en fann lengi vel enga leið út úr henni. Ég riðlaðist á trjám og klifraði kesti og hef sjálfsagt hringsólazt þar nokkuð lengi. Ég vissi það nú rúmlega, að ég var villtur, hafði tekið ranga stefnu, en út úr flækjunni varð ég að komast og freista að finna línuna eða rekast á hana í villunni, því ekki gat ég enn verið kom- inn í mikla fjariægð frá henni. Flækjan var nú kannske að forða mér frá að fara meira afvega. Hún hafði öll skilyrði til þess, tré höfðu rifnað upp með rótum, og höfðu ræturnar tekið upp með sér torf, sem nú stóð í röð tíu-tólf feta hátt og jafnbreitt. Þessi ferlíki stóðu eins og vísundar á víð og dreif. Angar og greinar trjánna stóðu beint upp í loftið dauð og visin svo þétt, að ekki var unnt að komast þar í gegn. Ég vissi, að ég hafði ekki komizt langt inn í flækjuna, en nógu langt til að komast ekki út úr henni. Ég vissi, að mín yrði leitað eins og allra hinna, sem villzt höfðu á undan mér, en ég yrði að bíða æðilengi. Allir þurftu að éta kvöldmatinn, áður en þeir legðu af stað í leitirnar. Nú mundu þeir Jón Eiríksson og Guðmundur auk þess þurfa að fara úr bleytunni og í þurr föt og síðan ganga meira en tvær mílur. Ef þeim tækist að finna mig, myndu þeir þá rata út úr skóg- inurn aftur út á línuna? Ætli þeir sinntu um að taka með sér eldspýtur? Ég fór að hrópa og kalla. Þeir myndu heyra það, þegar þeir kæmu á línuna á móts við mig, og taka undir. Við gætum kallað okkur saman, því logn var á. Ég hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.