Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1980, Page 87

Andvari - 01.01.1980, Page 87
andvari TVHIR MINNINGAÞÆTTIR 85 þrjár axir. Ekki vantaði það, en ég sá ekki til að höggva mér til hita. Ekki heldur mátti ég ganga mér til hita. Eg varð að bíða rólegur og berja mér til hita og svo auðvitað hrópa hástöfum eins og maður. Ekki þarf ég að taka það fram, að mér fannst tíminn ógurlega lengi að líða. Loftið var skýjað og hvergi skýjarof og ekki hægt að sjá á neinu, hvað tímanum leið. Það hlaut að vera orðið framorðið. Mér var nú orðið kalt í klakabrynjunni, einkum á höndunum. Samt var veðrið gott og ekki mjög mikið frost. - Þar kom, að tekið var undir við mig. Ég fylltist óum- ræðilegum fögnuði, en hljóðið kom úr öfugri átt við það, sem ég hafði búizt við. Svona var ég áttavilltur. Ég sneri mér snarlega við og stefndi á hljóðið. Ég hafði ekki verið korninn langt inn í flækjuna, því ég losnaði furðu fljótt úr henni. Nú var alitaf tekið undir, og alltaf nálgaðist hljóðið, unz ég sá birtu skína gegnum skóg- inn og ég sá Jón Eiríksson með luktarljós og þá Guðmund Jónsson og Gísla Prests- son með honum. Var mikill fagnaðarfundur, og jós ég blessunarorðum yfir þá af miklum móði. Því auðvitað voru þessir menn að bjarga heilsu minni og lífi. Fyrsta verk Jóns og Guðmundar var að taka við öxunum s^num, og mig minnir Gísli létta minni af mér, svo að ég hefði frjálsar hendur. „Komuð þið með eldspýtur?" var það fyrsta, sem ég yrti á þá. „Já,“ sagði Jón Eiríksson, „og nóg af þeim.“ „En Nonni rninn, heldurðu, að þú ratir aftur til baka á línuna?“ „Já,“ var svarið, „alveg viss um það.“ „Farðu þá á undan, Nonni minn. Ég ætla að verða aftastur." Jón leggur af stað með luktina í broddi fylkingar. Af því að ég var aftastur í lestinni, sá ég glöggt, að Jón tók ekki beina stefnu, en sveigði allmjög til hægri handar. Ég mælti fátt um þetta fyrst, en þegar það ágerðist, spurði ég Nonna minn, hvort hann væri ekki að villast. Hann hélt nú ekki. Eftir að við höfðum gengið æðilengi segi ég: „Andskoti hef ég verið langt frá línunni.“ Guðmundur og Gísli andmæltu því og sögðu, að Jón mundi vera villtur. Ég sagði, að við værum þá allir villtir, og ef við héldum lengur áfram, færum við meira afvega. Jón nam staðar brosandi. Gísli varð órólegur og vildi, að við héldum áfram að leita að lín- unni. Jón og Guðmundur svöruðu honum með því að höggva niður dauðan við og slá eldi í. Unnum við nú allir nema Gísli hart að því að bera við á eldinn og búa um okkur, því að hér hugðumst við dvelja, unz birti af degi. Skógargreinarnar þornuðu fljótt við eldinn, og höfðum við þær undir okkur. Ég fór úr fötunum öllum nema nærfötunum og þurrkaði þau við eldinn. Gísli barmaði sér, en við hinir fórum að syngja: Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur. Við vorum glaðir og ánægðir. Mér var farið að líða vel. Þó skömm sé frá að segja, þá vorkenndum við ekki Gísla. Himininn tók að heiða og frostið að herða. Jón Eiríksson klifraði upp í tré til að reyna að koma auga á Norðurstjörnuna; hún var líkleg til að vísa okkur á línuna. En Gísla til vonbrigða kom Jón fréttafár ofan úr stjörnuturninum. Eg var hæstánægður með mín kjör, og hef ég sjaldan verið glaðari en þarna við eldinn í ágætum félagsskap. Tveir íslendingar voru eftir heima \ kampnum, þeir bræður Jónas og Marteinn Magnússynir, og þó undarlegt sé, höfðum við ekki búizt við, að þeir kæmu til að leita að okkur, Okkur hafði ekki hugkvæmzt einu sinni,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.