Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1980, Side 92

Andvari - 01.01.1980, Side 92
90 MAGNÚS FJALLDAL ANDVARI Það, sem Parry og nemanda hans og fylgdarmanni Lord lék einkum hugur á að rannsaka, var hlutverk svokallaðra fastra orðasambanda (,,formúlna“), sem voru algeng bæði í suðurslafneskum kveðskap og Hómerskviðum. Segja má, að rannsóknin hafi einkum beinzt að því að leita tengsla rnilli þessa kveðskapar- þáttar og tveggja annarra atriða, sem lengi höfðu valdið fræðimönnum heilabrot- um. Fyrri ráðgátan var tilurð og varðveizla langra og flókinna sagnakvæða á borð við Odysseifskviðu og Ilíonskviðu í munnlegri geymd, en hin síðari hið sérkenni- lega ósamræmi, sem víða mátti finna í frásögnum Hómers og birtist nú aftur í þess- um balkönsku alþýðukvæðum. Rannsóknaraðferð þeirra félaga var tvíþætt. í fyrsta lagi reyndu þeir að átta sig sem bezt á tilurð þessa munnlega kveðskapar, og í öðru lagi að safna eins miklu efni og unnt var. Svo fór hins vegar, að Parry entist ekki aldur til að sjá úrvinnslu þessara gagna lokið. Það ásarnt ýmsum atriðum í kenningu þeirra tví- menninga kom í hlut Alberts Lords og hófst með doktorsritgerð hans The Singer of Tales: A Study in the Process of Yugoslav, Greek, and Germanic Oral Poetry (1949). Framhald þessara rannsókna kom svo út í bókarformi 1960 undir heitinu The Singer of Tales. Það yrði hins vegar of langt mál að gera grein fyrir þróunarsögu hugmynda þeirra Lords og Parrys, og skal því vikið að kenningunni sjálfri. Kenning Lords og Parrys. Sú kenning, sem hér á eftir verður rakin, er þríþætt. í fyrsta lagi er litið á þann, sem kveðskaparlist þessa fremur, kvæðamanninn, og því næst á tvö grund- vallaratriði í tækni hans, föst orðasambönd og stef. Til að koma í veg fyrir mis- skilning skal strax tekið fram, að þessi hugtök eru hér reist á sérstökum skil- greiningum og eru því notuð í nokkuð annarri merkingu en þeim er eðlileg. Kvæðamaðurinn og þjálfun hans. Fyrsta skilyrðið, sem kvæðamaður þeirra Lords og Parrys verður að uppfylla, er að hafa aldrei verið við bók eða skriffæri kenndur. Þetta skiptir miklu máli, því að þeir kveðskaparhættir, sem hann lærir að tileinka sér, eru andsvar við þeirri nauðsyn að þurfa að festa fjölda atriða á blað sér til minnis. Þá hefur Albert Lord og haldið því fram, að hugarheimur munnlegs kveðskapar sé ósam- rýmanlegur hugsun þess, sem læs og skrifandi er, en um það atriði hafa orðið miklar deilur, eins og síðar verður vikið að. í öðru lagi eru áhugi og hæfileikar að sjálfsögðu nauðsynlegir, en sé þetta allt fyrir hendi, er ekkert til fyrirstöðu að nám geti hafizt. I Júgóslafíu er kvæðagerð þessi einungis iðkuð af körlum. Nám hins verðandi kvæðamanns hefst þegar á barnsaldri með því að drengurinn hlustar á aðra kveða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.