Andvari - 01.01.1980, Síða 92
90
MAGNÚS FJALLDAL
ANDVARI
Það, sem Parry og nemanda hans og fylgdarmanni Lord lék einkum hugur
á að rannsaka, var hlutverk svokallaðra fastra orðasambanda (,,formúlna“), sem
voru algeng bæði í suðurslafneskum kveðskap og Hómerskviðum. Segja má, að
rannsóknin hafi einkum beinzt að því að leita tengsla rnilli þessa kveðskapar-
þáttar og tveggja annarra atriða, sem lengi höfðu valdið fræðimönnum heilabrot-
um. Fyrri ráðgátan var tilurð og varðveizla langra og flókinna sagnakvæða á borð
við Odysseifskviðu og Ilíonskviðu í munnlegri geymd, en hin síðari hið sérkenni-
lega ósamræmi, sem víða mátti finna í frásögnum Hómers og birtist nú aftur í þess-
um balkönsku alþýðukvæðum.
Rannsóknaraðferð þeirra félaga var tvíþætt. í fyrsta lagi reyndu þeir að átta
sig sem bezt á tilurð þessa munnlega kveðskapar, og í öðru lagi að safna eins
miklu efni og unnt var. Svo fór hins vegar, að Parry entist ekki aldur til að sjá
úrvinnslu þessara gagna lokið. Það ásarnt ýmsum atriðum í kenningu þeirra tví-
menninga kom í hlut Alberts Lords og hófst með doktorsritgerð hans The Singer
of Tales: A Study in the Process of Yugoslav, Greek, and Germanic Oral
Poetry (1949). Framhald þessara rannsókna kom svo út í bókarformi 1960 undir
heitinu The Singer of Tales. Það yrði hins vegar of langt mál að gera grein fyrir
þróunarsögu hugmynda þeirra Lords og Parrys, og skal því vikið að kenningunni
sjálfri.
Kenning Lords og Parrys.
Sú kenning, sem hér á eftir verður rakin, er þríþætt. í fyrsta lagi er litið á
þann, sem kveðskaparlist þessa fremur, kvæðamanninn, og því næst á tvö grund-
vallaratriði í tækni hans, föst orðasambönd og stef. Til að koma í veg fyrir mis-
skilning skal strax tekið fram, að þessi hugtök eru hér reist á sérstökum skil-
greiningum og eru því notuð í nokkuð annarri merkingu en þeim er eðlileg.
Kvæðamaðurinn og þjálfun hans.
Fyrsta skilyrðið, sem kvæðamaður þeirra Lords og Parrys verður að uppfylla,
er að hafa aldrei verið við bók eða skriffæri kenndur. Þetta skiptir miklu máli,
því að þeir kveðskaparhættir, sem hann lærir að tileinka sér, eru andsvar við
þeirri nauðsyn að þurfa að festa fjölda atriða á blað sér til minnis. Þá hefur
Albert Lord og haldið því fram, að hugarheimur munnlegs kveðskapar sé ósam-
rýmanlegur hugsun þess, sem læs og skrifandi er, en um það atriði hafa orðið
miklar deilur, eins og síðar verður vikið að. í öðru lagi eru áhugi og hæfileikar
að sjálfsögðu nauðsynlegir, en sé þetta allt fyrir hendi, er ekkert til fyrirstöðu
að nám geti hafizt.
I Júgóslafíu er kvæðagerð þessi einungis iðkuð af körlum. Nám hins verðandi
kvæðamanns hefst þegar á barnsaldri með því að drengurinn hlustar á aðra kveða.