Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1980, Page 96

Andvari - 01.01.1980, Page 96
94 MAGNÚS FJALLDAL ANDVAHI 8. og valdi hestana. 9. Hann leiddi þá að kastalahliðinu. 10. Bréfið var hjá soldáninum 11. Soldáninn innsiglaði það sjálfur 12. handa hetjunni Derðelez Alija. 13. Hann skipaði Alija herforingja, 14. hann bað hann koma með hundrað þúsund manns, 15. til að fara með hernum til Bagdad 16. til að taka hina hvítu Bagdad. 17. Þá var komið með bréf hans hátignar. 18. Það var fært sendiboða hans hátignar. ber þau til hinnar töfrandi Bosníu til hetjunnar Derðelez Alija. Þegar Suka meðtók þessi orð, fór hann rakleiðis til hesthúss hans hátignar. Hann valdi fáka, og hann valdi gæðinga, og hann leiddi út hestana, skrautbúna og vædda til orrustu. Þá var honum fært bréf hans hátignar. Við samanburð þessara tveggja stefjabrota má glöggt sjá, að meginhugmyndin er lítt breytt, þótt ýmis smáatriði og orðalag hafi hnikazt til. Það er einmitt þetta atriði, sem gerir kvæðamönnum kleift að læra firnalöng kvæði hver af öðr- um; þeir hlera eftir hugmyndum stefjanna, ekki einstökum orðum eða setningum. Þeir Lord og Parry sannreyndu þetta með einföldum hætti. Fyrst var gengið úr skugga um, hversu rnikið einhver tiltekinn kvæðamaður kunni, og síðan var sá hinn sami látinn hlýða á kvæði, sem hann átti ekki í fórum sínum. í ljós kom, að kvæðamanninum veittist auðvelt að tileinka sér kvæðið, þótt honum væri ekki sérstaklega falið það. í slíkum tilvikum gat snjallur kvæðamaður ekki einungis þulið, heldur og stórum betrumbætt það, sem hann heyrði. Þá verður einnig að líta á hæfni kvæðamannsins í ljósi þess, að lengd suðurslafneskra sagna- kvæða skiptir þúsundum lína og kveðandin er mjög hröð. Hér er því ekkert lært utanað í venjulegum skilningi. Skýring þessarar gáfu liggur að nokkru í því, að mörg stef, svo sem koma eða brottför sendiboða, ráðstefna, útboð hers, umsátur og ýmis fleiri, koma fyrir í mörgum og ólíkum kvæðum. Góður kvæðamaður á því flest þau stef, sem fyrir geta komið, í pokahorninu. Þannig er fátt, sem honum kemur á óvart, þótt sögu- þráður kvæðisins sé framandi. Kvæðamaðurinn endurtekur ekki heldur braginn með öðrum stefjum en þeim, sem hann hefur sjálfur tileinkað sér. Hingað til hefur verið litið á stefið sem órjúfanlega heild. Slíkt er þó engan veginn einhlítt í balkönskum sagnakveðskap. Eins og áður var getið, er stefið skilgreint sem hópur hugmynda, og því auðvelt að rekja þær sundur og flétta saman. Upphafsstef Bagdadljóðsins sýna vel, hvernig þetta getur gerzt. Sögu- þráðurinn er í stuttu máli þessi: í fyrsta stefi berst soldáni bréf, sem leiðir til ráðstefnu. í því næsta er lýst boðum hans til Alija. Þetta mynstur er síðan endur- tekið. í þriðja stefi fær hetjan Alija bréf soldánsins og spyr móður sína ráða. Af því sprettur svo fjórða stefið, sem er bréf Alija til Fatímu, unnustu hans, og svar hennar til Alija. Að því búnu svarar Alija boðum soldáns, og þá fyrst er öðru stefi lokið. Þessa uppbyggingu stefja má greina á eftirfarandi hátt: a (ráðstefna, b1 (bréf),
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.