Andvari - 01.01.1980, Side 110
Úr bréfum sr. Jóns Þorsteinssonar
til Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum
Finnbogi Guðmundsson bjó til prentunar.
Hinn 24. febrúar 1981 verða liðnar tvær aldir frá fæðingu sr. Jóns Þorsteins-
sonar, ættföður Reykjahlíðarættarinnar, sem svo hefur verið nefnd. Sr. Jón og
kona hans, Þuríður Hallgrímsdóttir frá Ljósavatni, eignuðust 13 börn, sem upp
komust, og áttu öll þeirra nema eitt niðja.Að auki eignaðist sr. Jón eina dóttur,
Guðrúnu, með Þorbjörgu Þorláksdóttur, og ólst hún upp í Vogum og í Reykja-
hlíð. Eru margir niðjar frá henni komnir.
Þau bréf sr. Jóns til tengdasonar hans, Jóns á Gautlöndum, sem hér verða birt,
eru rituð á árunum 1853 til 1861, en sr. Jón lézt 4. apríl 1862. Hann og þau hjón-
in fluttust einmitt árið 1853 að Hólmum við Reyðarfjörð til sr. Hallgríms sonar
síns og Kristrúnar konu hans, dóttur sr. Jóns Jónssonar á Grenjaðarstað. Hafði
sr. Jón Þorsteinsson þá gegnt prestsembætti þrjú síðustu árin, 1849-52, í Kirkju-
bæ í Hróarstungu, kom þangað frá Reykjahlíð við Mývatn.
1 inngangi Jóns Jónssonar frá Gautlöndum að Niðjatali sr. Jóns Þorsteins-
sonar í Reykjahlíð, er út kom í Reykjavík 1939, er vitnað til stutts æviágrips eftir
sr. Jón. Frumhandrit þess hefur að því er virðist ekki varðveitzt, en Jón Jónsson
tekur það greinilega upp að mestu og hefur þannig forðað merkri heimild frá
glötun.
Þótt bréf sr. Jóns til Jóns á Gautlöndum séu frá efstu árum hans, lítur hann í
þeim oft um öxl, rifjar upp liðna atburði og kynni sín af samferðamönnum og fyrri
sveitungum. Fer því, að ég hygg, ekki illa á að birta hér umrædd ævisögubrot sr.
Jóns, því að bréfin taka einmitt þar við, sem æviágripi hans lýkur.
Við lestur bréfa sr. Jóns kann mönnum að þykja sem þessi andlegrar stéttar
maður sé nokkuð veraldlega sinnaður. Honum eru búsæld og fasteignir hugstæðar.
í smágrein, sem hann uppteiknaði 78 ára gamall um afa sinn, Jón Jónsson ríka í
Asi, og birtur er í innganginum að Niðjatalinu, segir hann um búskap Jóns á fyrri
árum hans: „í Möðrudal var sem tvö höfuð væru á hverri skepnu, sérílagi sauðfé
og hestum.“ En síðar, um búskap hans á Stóru-Reykjum í Grenjaðarstaðasókn:
„Þar bjó hann lengi, átti mörg börn, en græddi samt fé.“ Og greininni lýkur á
þessum orðum, þegar sr. Jón hefur lýst andláti hans 94 ára gamals: „Hann eftir-
lét konu sinni mikið fé og nokkuð börnum og barnabörnum sínum.“
Við sjáum í bréfum sr. Jóns, að hann hefur viljað líkjast þessum afa sínum,