Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 117
andvaki
TIL JÓNS SIGURÐSSONAR Á GAUTLÖNDUM
115
staðizt, eða staðið réttara, en ekki geng-
ið 1 spor, má alltaf liggja á sömu hlið-
ina, en valla nokkuð á bakið. Læknir
vonar bata með sumarblíðunni, hvað
sem guð lætur þá að höndum koma.
Sr. Hallgrímur hefur mikið að bera,
þó jafnlyndi hans raskist enga tegund.
Kom það sér fremur vel, að móðir hans
og systir hafa verið hönum til aðstoðar
í öllum innanbæjarefnum. Harðindin
ætla líka að þreyta menn í Fjörðum,
margir fara langt 'leiddir með hey, veðr-
in óbærileg í lstu viku Góu, þá rak
hafís inn hér suður og austur með. Litlu
seinna gjörði hann alla firði augalausa,
so langt sem spyrst suður með landi,
en allir segja hafið autt. Sr. Hallgrímur
er kallaður með þeim beztu uppá hey,
og 2-3 aðrir bændur. Þó komust þeir
ekki með úthey lengur en nokkuð fram
yfir sumarmálin, því þegar féð missti
hérna sjóinn eða þarann, er það óseðj-
andi. Fyrir viku voru 30 ær teknar úr
hólmunum, sem höfðu verið þar síðan
um þrettánda, og þurfti að taka þeim
vel. Alltaf er hér að drepast af pestar-
fári, og drápust nú í rennu 3 sauðir
gamlir, eg held það tapaða sé komið
nærri 40 á öllum aldri. Taða er hér
nokkur, en hún er gefin ánum, sem
pestin liggur á, og drepast þó kannske
út frá henni. Sr. Hallgr. er vanur að
hjálpa um ofurlítið af töðu, þegar mönn-
um liggur mest á á vorin og í áfellunum.
Pestin geisar í Fljótsdal, og misstu þar
fjárbændurnir stóru frá 40 til 60 í vet-
ur, en jarðir alltaf þar, eða jörð, sosem
ber, en sneggjan ógnarleg. Bágt er sagt
orðið með hey á Jökuldal. Sr. Þorgrímur
minn muni komast að keyptu með fé
mikið á 8da hundrað, en hesta 25. Samt
er hann að taka og hjálpa trúgóður, að
batna muni, áður en hann verði á þrot-
um. Guttormur á Arnheiðarstöðum hef-
ur nærri so margt fé, en kýr fleiri. Hann
halda menn heysterkari, en nú skal hann
veikur og getur ekki vel séð um sitt,
meðan so stendur. Útí Tungu, og í minni
elskuðu Kirkjubæjarsókn eru þeir mikið
fjárfærri og haldið þeir muni nokkuð
sniglast, Sigurgeir minn með þeim betri.
Ekki má annað kalla en fólk sé með
bærilegri heilsu yfirhöfuð að tala. Þó
liggja einstakir, og hér gamall bóndi og
annar ungur, sem á 7 eða 8 börn, en er
efnamaður; haldið báðir muni skiljast
hér frá.
Matvara er í kaupstöðum nokkur enn,
þó er verið að panta hana og setja í
geymslu, tunnan varð á 9 rbd með Febr,-
mánuði.
Frá heilsu okkar hjóna er það að
segja, að eg hefi haft hana mikið jafna
og stillta í vetur, lakari sumarið sem
leið. Eg hefi sjálfsagt lítinn hast, tæ
og kembi æðimikið, kenni börnunum
kristindóminn og eins litlu Fríðu. Hún
er skörpust þeirra, að Þorgerði frátek-
inni, lærir að skrifa, en lítur sjaldan á
sig. Hún er sterk og léttvíg, ekki so stór,
og áköf í öllu, sem hún tekur fyrir sig.
En Þuríður mín hefur meira á hendi.
Síðan um aðventu hefur hún verið við
allt matarskömmtulag og stautar mikið
frammi við, húsin stór samt loftin, og
ofurkalt í þeim í brunaveðrunum. Hún
hefur so fengið ógnarkvef, sosem á mán-
aðamótum, sem leiðir af sér megnan
höfuðverk með ógleði og uppköstum,
legið so 2-3 daga, hressist so aftur og
spinnur, þegar hún er inni við, furðu-
lega greitt og drjúgt, eins og var á fyrri
tíðum siður hennar.
Tóskapur er hér undralítill, því fólk
er hér lítilvægt til þess, að Ingibjörgu
einni frátekinni, sem hér hefur verið
síðan hjónin komu austur.
E(ldiviðarleysi er hér sumstaðar so
mikið, einkum hér á Hólmum, að allt
er komið uppá að kaupa borðvið í