Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1980, Side 118

Andvari - 01.01.1980, Side 118
116 ÚR BRÉFUM SR. JÓNS ÞORSTEINSSONAR ANDVARI kaupstaðnum og steinkol, og kostar það ta'lsvert. Eymd Kristrúnar minnar kemst í vana fyrir börnunum og fólkinu, so nóg er gleði milli þess. Fríða litla feilar sér helzt, en við hjónin getum aldrei van- izt við það með glaðværð. Bína er alltaf í stofunni rétt að segja nætur og daga, passar mat Sr. Hallgr. og læknir, og Christr. minni, það sem upp verður fundið henni geðslegast. Þess á millum saumar ’hún og les líka og fræðist, so hún gjörist vel að sér hvað af hvörju. Guði sé lof! Margan dag er Christr. mín bærileg og getur talað fróðlega og glaðlega, en ógnarfljótt grípur þá eymd- in aftur, og leiðir þetta af sér hræðslu og hjartveiki. Sr. Hallgr. er hjá henni so oft sem hann mögulega getur, enda prís- ar hún guð og menn með hrærðu hjarta fyrir hvað vel hún sé stunduð á allan hátt. Við unum okkar högum so vel sem unnt er, og eg má kalla mig sælan, með- an eg fæ að njóta sambúðar minnar blessuðu konu. Mikið fögnuðum við, að Sr. Hallgr. minn fríaðist frá Reykjavíkurbrauðinu. Nú verðum við að láta þetta bréf að sinni þéna fyrir okkur öll hjónin og Jakobínu. Berið þið ástarkveðju okkar Baldursheimsfólkinu, sérílagi gamla 111- uga, og þá bið eg ykkur að heilsa hjart- anlega frá mér Ara mínum Helgasyni á Sveinströnd (eg held eg verði biðja hana Solveigu mína að kyssa hann blíðlega fyrir mig og þig að mótmæla því ekki). Sá maður gjörði mér gott frá ungdómi sínum og allt til þess við skildum. Heils- ið þið Skútustaðafólkinu einnig frá okk- ur ástsamlegast. Guð huggi þá, sem hryggðin slær! Heilsið þið einnig Gamalíel kallinum, og Sr. Þorl. mínum, sem aldrei skrifar mér línu né móður sinni, þó hann sleppti mér. Verið þið so blessuð hjónin með blessuðum sonum ykkar, kysst, kvödd, föðmuð og guðs náð innfalin með öllu ykkar húsi og það hjartanlega af ykkar síminnugu elskurum, Jóni, Þuríði og Jakobínu. Sr. Jón á Hvanneyri: Sr. Jón Sveinsson, tengdasonur sr. Jóns, átti Hólmfríði dóttur hans. Sr. Þorgrímur minn: Sr. Þorgrímur Arnórs- son, seinast prestur í Hofteigi (1848-64) og Þingmúla (1864—68). og eins litlu Fríðu: Hólmfríður Pétursdóttir frá Reykjahlíð ólst upp á Hólmum hjá sr. Hallgrími föðurbróður sínum. Kristrún Jónsdóttir hafði sem kunnugt er ung trúlofazt Baldvini Einarssyni, en hann brá heiti við hana og gekk að eiga danska stúlku í Kaupmannahöfn. Kristrún tregaði Baldvin alla tíð, og hefur sá söknuður ef- laust átt sinn þátt í þunglyndi hennar. Hólmum, 12. Janúar 1856. Elskulegi tengdasonur! Bréf þitt elskulegt af 14da Nóvbr., meðtekið 18. Decbr. með pósti, þakka eg þér allra ástsamlegast. Góður guð veri lofaður fyrir velgengni þína og ykkar, sem allir láta vel af og segja þig beztan velgengnismann við vatnið. So segir Gamalíel kallsauðurinn. Þorgrímur snikkari lætur ágætlega af húsakynnum þt'num og eins Benedikt. Túnið batar þú so, að þú ferð að halda 4 kýr með tím- anum, ogþá fær Solveig mín eitthvað að láta í askana. Mig minnir mórinn fyrir utan lækinn megi forbetrast, þar sem hann Jón Helgason hafði húsin. Þú segir ykkur yngri mennina ekki jafningja forfeðra ykkar. Vel reynist þú það, satt að vísu, þér var lagt meira í hönd en hann hafði í öndverðu, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.