Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 125
ANDVARI
TIL JÓNS SIGURÐSSONAR Á GAUTLÖNDUM
123
Um sama 50 ára bil hefi eg þekkt
talsvert til Grænavatns, samt ekki eins
vel, en séð útfallið af búskap þar um all-
an þennan tíma. Eg held ekki af minni
eftirtekt mikið að sönnu, en samt so,
að eg efa aðrir kunni gefa mér réttvísari
ráð í samburði jarðanna en eg hefi safn-
að mér sjálfur. Eg ætla eg muni því
fylgja minni sannfæringu, enda hefur
hún sér til stuðnings jarðamatið af 1849
sem sagt, sem mér verður að vera gild-
ara en einstakra manna uppástunga. Eg
fer næstum að iðrast eftir, að eg fór
að leita ráða hjá öðrum um jarðarparta
þessa. Eg ætlaðist til það skyldi verða
til að hindra ágreining. Eg óttast það
ætli að æsa hann fyrir tímann.
So veikur sem eg hefi nú verið segi
eg þér það satt, að orðin í bréfi þínu:
Vafl og drafl lúsarlegt, smásmuglegt, og
að ekki eitt hár í Reykjahlíð skyldi
óborgað, hafa ekki gengið tilfinningar-
laust gegnum þanka mína. So hefur líka
verið tilætlað, þegar bréfinu var stefnt
að mér.
Verið hið öll saman blessuð og sæl af
hjarta falin guðs góðu varatekt um ævi
og eilífð.
Það er hjartans bæn ykkar elskandi
ástvina,
Tóns, Þuríðar, Benedikts, Takobínu.
Hólmum, d. 26. Maji 1856.
Elskulegi tengdasonur!
Teg þakka þér vinsamlega tilskrifið
daterað síðasta dag næstliðins vetrar.
Hér hefur verið merkileg kuldatíð síðan
um hvítasunnu, eg alltaf veikur af
þungri kvefsótt, sem hér gengur, rétt að
eg hefi rólað á ferli, á bágt með að
skrifa, ef eg byrfti þess. Eg er því eng-
inn maður til að leysa með pennanum
úr því efni, sem bú setur mér úr að leysa
á 5tu og 6. síðu í þfnu langa bréfi áhrær-
andi Voga kúgildin. Mig minnir þó eg
skrifaði þér seinast, að þó kúgildi yrði
óseld t. a. m. á Vogum eða á Græna-
vatni, mætti þá jafna með þeim eður
réttara kannske verði þeirra millum
meðerfingja misfellur þær, sem verða
kynni. En til að vera sem orðfæstur verð
eg segja þér, sem eg hefi sagt ljóslega
á undan, að eg seldi jarðarparta þessa,
Hlíð og Grænavatn, einkanlegast í því
skyni að fyrirbyggja ágreining um verð-
hæðina síðar meir, því nú sáum við á
Skútustaða erfingjum, að þeir vildu
hleypa Skútustaðahundruðunum fram
úr því, sem um var samið í fyrra. En eg
þyrfti að taka ágóðann, landskuld og
leigur, mér til lífsbjargar okkar hjóna
lífstíð, einasta þyrfti eg að fá nokkra
peninga handa systkinunum Benedikt
og Takobínu, með hvað eg sneri mér
mestan part til Péturs í Reykjahlíð. Að
Vogum bauðst ei erfinginn minn til
kaupanda, fvrri en þú skrifaðir 6ta Tan-
úar í ár og baðst mig selja þér partinn
og bauðst mér 1-200 rd, ef eg þyrfti á að
halda. Mér féll vel, að parturinn félli til
erfingia minna í áðursögðu augnamiði,
og mæltist jafnvel til hjá þér að fá 100
rd handa Sigurgeiri, sem kvartar yfir,
að hann sé í skuldabeyglum.
Nú segir þú í síðasta bréfi, að ef kú-
gildin eigi að fylgja jörðinni. sé það
band á henni. ef þú neyddist til að selja
hana eða víxla henni til þriðia manns,
og því komi hik á þig við jarðakaupin.
eins og það væri ei allt að sama og kæmi
í sama stað niður, eins og kostir þeir,
sem þú bvður þar á eftir á sömu bréfs-
síðu. Mér datt það sízt í hug, að bú
vildir kaupa Voga og ætla að víxla þeim
eða selia á so stuttu tímabili, sem sýn-
ist að lífsstundir mínar vari héðan af.
Mér finnst því óhultara að eiga Voga
kvrra og draga af þeim ávöxtinn mína
lífstíð en að þú hafir engan vanda af