Andvari - 01.01.1980, Side 126
124
ÚR BRÉFUM SR. JÓNS ÞORSTEINSSONAR
ANDVARI
kaupi þeirra. Þar sem aðferðarhátturinn
í sölunni var so miklum misskilningi
undirorpinn hjá þér, er nú ekki langt
komið þessum samskiptum, en of mörg
orð hefur það kostað.
Það var ólíkleg gáta eða frétt, að eg
vildi selja Vogapartinn hvörjum sem
hafa vildi, hvör gat verið tilgangur til
þess? Líkara var eg mundi vilja eiga
partinn til að njóta ávaxtar hans, og
ávaxtarins gat eg notið, þó eg ánafnaði
hann með bréfi einum erfingja minna,
eins og eg hefi nú gjört um Hlíð og
Grænavatn. En færi jörðin til þriðja
manns, finnst mér verra og vafasamara
fyrir mig, á það vil eg því ekki hætta,
eg er ekki strangur maður í stríði.
Láttu mig nú vita, hvað þú af sjálfs-
vilja vilt gefa fyrir ¥2 Voga með 2 kú-
gildum að okkur hjónum liðnum, ef þú
vilt annars ná til þeirra, sem mér skilst
þér sé ljúft af bréfinu 6ta Janúar, en
rétt að segja gagnstætt nú af þínu síð-
asta. Hér um er orðið of orðmargt og
ógeðfellt.
Verið þið öll blessuð og sæl og góð-
um guði bezt falin.
Ykkar alls góðs árnandi elskarar
Jón og Þuríður.
27da Maji -56.
Ekki segi eg það, að eg fastbindi
Vogapartsverðið aldeilis við 600 rd.
Enn nú þó þú 6ta Janúar skrifaðir mér,
að þú byggist við, að eg seldi þér án
allrar ívilnunar, þó þú ættir að heita
barn mitt, þá væru þar ei sömu ástæð-
ur sem fyrir þeim, sem búið hefðu á
jörðunum. Þetta er að vísu satt, en eg
heyri, að vel sé hýst og vel sé frágengið
parti mínum í Vogum, þar sem Ásmund-
ur hefur á búið, og ekki hugsa eg, að
Vogar séu lakari en Hofstaðir. Það hefði
verið betra, að þessi minn vilji, að
ánafna þessi jarðahundruð mín þeim
börnunum, sem bezt horfðu við því,
hefði orðið þáður með hægð og þægi-
legheitum. Eg er enginn maður að þola
nokkra ákefð, eg nefni ekki, hvað
sneiðiyrði falla mér þungt. Eg vil ganga
hreinskilið til verks, þó það kunni að
vera fávíslega.
Verið þið öll sigursæl!
Hólmum, 8da Janúar 1858.
Elskulegi tengdasonur!
Góður guð blessi þér og þínum ást-
vinum nýbyrjaða árið og alla ókomna
ævidaga! Jeg þakka þér ástkærlegast
elskulegt tilskrif af 14da Novbr. f. á.
meðtekið 21ta Decbr. úr póstferðinni,
og sérílagi þakka eg þér, að þú með
góðu bréfi sleizt þögnina, sem alltof
lengi hefur varað, og undireins sagðir
mér so grannt frá þínum högum, sem
allir eru góðir í einu sem öðru tilliti,
yfir hvörju eg og við fögnum af hjarta
og óskum, að sama megi framhaldast að
guðs vilja. Við viljum einnig lofa guð
af öllu hjarta, að við getum með sanni
sagt, að okkur hjónum líði so vel í okk-
ar háa aldri sem bezt er eftir að von-
ast. Heilsan farin að vonum mjög að bila,
enda hefur hún mætt talsverðri áreynslu.
Kona mín elskuleg er ofur vesæl lengri
og skemmri kafla í hvörjum mánuði,
en sæmilega á ferli þess á millum. Eg
ligg so sem aldrei degi lengur, og það
þó skjaldan, nema ef hastarleg gigtar-
köst hlaupa í mig, sem guð hefur varð-
veitt mig frá, að ekki ber oft til.
Bína mín er ekki sterk að heilsu, en
sæmilega heilsustillt. Kristrúnu minni
líður við það sama og verið hefur,
stundum léttara, stundum þyngra, en
lifi hún fram yfir næstkomandi sumar-
mál, verður hún búin að liggja í 4 sam-
felld ár, sem er þungur og langur tími,