Andvari - 01.01.1980, Side 134
132
ÚR BRÉFUM SR. JÖNS ÞORSTEINSSONAR
ANDVARI
lágu von úr viti í Héraði og eg meðtók
loksins lta Novbr. ásamt bréfi frá Hlíð
og einu frá Sr. Sigfúsi, hvar í hann getur
um, að hann vilji sitja um þig, þegar þú
komir sunnan að Hvammi, því þér sé
langferðamanni of mikil mæða að finna
sig út á Nes.
Guði sé lof! sem lét suðurferðina
ganga þér að óskum, so mikið sem þú
sagðist kvíða fyrir henni. Tómas litli,
sannorður piltur, sagði þú hefðir mikið
gott orð sem alþingismaður, og þó eg
trúi hönum, þókti mér það vera góð stað-
festing, að prófastur Sr. Halldór á Hofi
hafði um það sömu meiningarorð við
Sr. Hallgr., þegar þeir fundust í haust
uppi á Ketilsstöðum. Það var einnig
lukka í þeirri ferð, hafir þú getað inn-
heimt nokkuð sem munaði fyrir Sr.
Þorst. frænda af hans útistandandi á
Suðurlandi, sem Sr. Sigfús hélt að
mundi alltað 2000 rd. Þegar Sr. Þor-
steinn var hér um sumarið, var Johnsen
gamli líka staddur hér, og bað Sr. Þor-
steinn hann að taka í móti í Khöfn hér-
umbil 200 rd, sem hann sagðist eiga inni
í Hafnarfjarðarhöndlan, og skaffa sér
það aftur inná Húsavík, og tók Johnsen
því mikið vel. Mig minnir Sr. Þorst.
segði mér, að hann ætti peninga inni
hjá Jóni bónda í Austurhlíð, sem mig
minnir liggi í Laugardalnum, og eg tók
eftir að væri mikill vinur Sr. Þorsteins.
Það kann ekki hjá því fara, að Sr. Þorst.
líði nokkurn afdrátt á sínu útistandandi
fé. Fólkið er fátækt og á bágt í þessum
árum. Nokkrir deyja burt, og einstakir
kunna að vera prettamenn. En hvörneg
gaztu innkallað nokkuð það munaði,
nema fara austur? Og léði Sr. Þorsteinn
þér ekki hest?
Eg var ofur aumur í hroðaveðrunum
í Septbr., en þá fékk eg plástur frá
Sauðanesi, sem liggur við mig, og vægði
þá dálítið, og enn þá varir sú vægð, en
líkast það taki sig upp með vetrarveðr-
unum, sem hafa mikil áhrif á mig. Við
liðum mikla nauð af vetrarkuldanum
í fyrra, vorum þó rétt vel klædd. Nú
höfum við enn bætt föt okkar, hvað sem
guð gjörir nú við okkur. Baðstofukuldi
er feikilegur, hún rétt fallin og á að tak-
ast, lafi hún til vorsins.
Þuríður mín fær jafnminni höfuð-
pínuköstin, en sífellda gigt í höndum,
handleggjum, herðum. Við erum sjálf-
sagt bæði uppgefin og ónýt, en þó vinn-
um við nokkuð í höndum. Eitt með öðru
amar að okkur, að við höfum misst
það mesta af höfuðbeinum, en hitt lafir.
Við erum því sérlega vandfædd, getum
ekki notað harðan fisk, heldur einasta
nýjan, meðan hann er. Egg getum við
borðað, en þaug endast aldrei lengi.
Blóðmör notast okkur vel og lint brauð,
en valla seigt kjöt. Spónamat elskuin
við, en hann er ekki eins góður okkar
smekk og hann var í Norðurlandi.
Hveitibrauð eigum við sjálf nú orðið,
en það gagnar ekki, nema leggja það í
bleyti. Við söfnum ekki holdum, sem
einu gildir, það er fremur það gagn-
stæða. Við unum vel okkar högum,
getum tegund vikið góðu af okkur, hér
er nóg af aumingjum. Viðbúðin er sú
bezta, kaffi er mikið brúkað, og fellur
mér það allvel. Hún smakkar það dá-
lítið líka. Við bíðum þess í von og trú,
sem góður guð vill við okkur gjöra.
Hann hefur dásamlega annazt okkur
hingað að og mun so gjöra allt til enda.
Við minnumst í bænum okkar barna-
skepna okkar og blessaðra ungu afkom-
aranna og felum það allt af hjarta
himinsins gæzkuríku varatekt. Gaman
hefi eg af, ef eg iifi, að frétta frá bless-
aðri sveitinni, Jóni í Hörgsdal og fleir-
um. Hönum bið eg að heilsa. Einnig
langar mig til að frétta af högum Sr.