Andvari - 01.01.1980, Side 135
ANDVARI
TIL JÓNS SIGURÐSSONAR Á GAUTLÖNDUM
133
Þorsteins bæði hér og fyrir sunnan. Sig-
urði á Arnarvatni bið eg mikið vel að
heilsa, eg fann mig ekki mann að
skrifa hönum eftir angistarfréttina í
sumar. Virtu nú allt á betra veg, og
vertú með elskul. Solveigu okkar og
blessuðum börnum í anda föðmuð öll
og kysst, og af hrærðum hjörtum í bæn-
inni innlæst guðs varatekt.
Ykkar síminnugir elskarar
fón, Þuríður, Jakobína, Fríða.
Sr. Halldór á Hofi: Sr. Halldór Jónsson, sein-
ast á Hofi í Vopnafirði, 1849-81.
Hólmum, 29. Júní 1860.
Mikilsvirti, hjartkæri tengdasonur!
Bréfið þitt elskulega, skrifað á langa-
föstudag í vor, gott og fréttafrótt, þakka
eR þér allra alúðlegast. Nú er eg so
aumur bæði af minni eiginlegu og nú
orðinni vanalegu tilfinning fyrir brjóst-
inu með sameinaðri landfarsótt og allra-
handa vesöld, að eg harka mig upp hvað
eg kann að taka penna minn og blað
þetta að láta þig ekki verða útundan
með línu frá mér. Eg er búinn að skrifa
æðimarga seðla á undan, enda fer nú
póstur innan 2ja daga. Allt um það þó
eg sé so aumur sem sagt, endurnærist eg
við það að heyra af þér og öðrum ykk-
ar blessaða vellíðan, af hvörri so marg-
ir njóta góðs. Teg veit ógjörla, á hvörju
eg skal nú byrja.
Veturinn var lengi fremur góður, en
vorið sem oftast hart og kalt, þó útyfir
tæki Hvítasunnu áfallið, sem flestum
i'eið að fullu, sérílagi þeim, sem bjuggu
við sjó eða utarlega í sveitum. Fönn kom
meiri í Héraði, minni hér í Fjörðum,
minnst í Fljótsdal og Efradal, sem Jök-
uldælir kalla so. Margir misstu hræði-
lega í Vopnafirði, so í næsta firði Borg-
arf., so Loðmundarf., so Seyðis- og
Norðfjörðum, so Reyðar-, Fáskrúðs- og
Stöðvarfjörðum. Margar víkur eru inní
landið millum þessara fjarða, þ. á. m.
Njarðvík, Brúnavík, Litlavík, Breiða-
vík, Húsavík, Vöðlavík og enda fleiri, í
hvörjum öllum má búa vel í góðum
árum, en nú gekk yfir það allt saman
tjón og töpun, so á þessu sviði með sjón-
um sýnist engin bjargarvon fólki, nema
góður guð sendi björg og afla af hafinu
upp undir landið, gefist fólki þá heilsa
að bera sig eftir bjargræðinu. Eitt með
allra [lakjlegasta slag er með grasvon-
ina, tún rétt græn þann dag í dag, og
fjarskalega kalin á millum, en úthagi
sáralítið litkaður, þar sem líka er viðar-
laust eins og hér í Fjörðum.
Merkilegt þráviðri hefur hér verið í
vor, sífelldir norðanstormar með bitrum
kulda, og so er það næstum enn, aldrei
þýður votur dropi að kallast má. Finnst
mér vor þetta ganga næst vorinu 1802,
síðara aldamótsvetrarvorinu nafn-
kennda, en þá var fólk og fénaður so
lítill í landinu, enda heyjaðist hræðilega
lítið, en vetur kom góður á eftir og fljót
viðrétting af sjó og landi.
Jeg á æðimarga sálma og líkminning-
ar, sem eg gjörði fyrir norðan eftir hina
og þessa, sem guð minn þá hvíldi, og
fátt eitt af vögguvísum. Ætli mín elsku-
lega Solveig vildi fá þetta og hefði nátt-
úru við og við að lesa það sér til
skemmtunar. Jakobína hefur að vísu
bókalyst, en hún elskar nú orðið mest
Roman, sem hér er nóg af, og kemur
það til af málinu, sem hún lærir um leið,
nl. Dönsku, Svendsku og Þýðsku. Þú
létir mig vita hennar vilja í þessu.
í eftirmála bréfsins segir:
Gaman þætti mér að fá að merkja
um efnahag Sr. Þorst. á Grænav. það