Andvari - 01.01.1980, Síða 136
134
ÚR BRÉFUM SR. JÓNS ÞORSTEINSSONAR
ANDVABI
þú veizt. Guð hjálpi hönum, hann er
langmæddur, ef eitthvað skyldi út af
bera á samlyndis veginum. Vertu
blessaður og sæll!
Hólmum, 16. Novbr. 1860.
Elskulegi tengdasonur!
Jeg þakka þér allrakærlegast elsku-
legt og fróðlegt bréf af 20ta Septbr. með-
tekið 4. Nóvbr. með pósti. Guð veri
stórlega vegsamaður, sem lætur þér
næstum allt að óskum ganga, hvað efni
og sómasamlegasta álit snertir meðal so
margra góðra manna, en um angur af
barnamissirnum á undan er eg alltaf í
öðrum þönkum, þegar guð vill so vera
láta og foreldrar reyna allt hvað þeim
finnst geta í manna valdi staðið. Postul-
inn Pétur fram telur það sem dýrmætt
til harmaléttirs, ,,að vorir bræður í heim-
inum mega líða hið sama“, og má það
fyrir alvöru eiga heima nú á þessurn
dögum, þó það sé talað og skrásett fyrir
hérumbil 1800 árum, að Pétur þenkti
og talaði so skammt fyrir dauða sinn
undir Nerone og litlu fyrir þá óttalegu
Jerusalems eyðilegging.
Á Jökulsdal ætla eg þó, að mest hafi
ágengið af fólksdauða, sé það satt, sem
hingað er borið, að frá nýári til þess nú
um eða eftir veturnætur hafi dáið 41
af börnum og ungmennum, en 10 af
fuilorðnum eða eldri, sem er þó ekki so
fólksrík sveit, nema það sem byggðin er
óveniulega að útbreiðast í heiðinni, það
er að vísu satt.
Það er hvörttveggja, að Sr. Þorgr.
minn er keikur og kvað fara maður /:
oftast líka velríðandi :/ enda hefur
hann furðumikið piáts, sem hann þarf
að annast með prestiegri þjónustu, nl.
alian þann langa Jökulsdal og öræfin
eða heiðina alfa með þeim mörgu býf-
um, sem heyra til Brú og Möðrudal,
hvörjum hann líka þjónar. Hingað í
Reyðarfjörð er barnadauðinn nýkominn,
en ofboð hefur gengið á í Héraði, sér-
ílagi á Völlum. Nýlega dóu hér á einum
bæ heitir í Kolmúla 5 börn í rennu og
hér norðan R[eyðar]fjörðinn á öðrum
bæ, Breiðavíkurstekk, 3 börn og það á
stuttum tíma.
Þú minnist á heiðarbúana á Bjarna-
stöðum og á Stöng. Jón Hinriksson
sýndi sig snemma ráðsettan á Græna-
vatni, og líkur fyrir, að hönum kynni
vel farnast á margan hátt, mun hann og
vísast hafa laglegt taumhald á geðs-
munum konu sinnar. Eg heyrði einhvörn
tíma, að Hinrik kallskepnan faðir hans
væri hjá hönum. Hann er mæddur mað-
ur og reyndur, hönum bið eg að heilsa.
Þú minnist ekki á Jón minn gamla í
Hörgsdal, nokkuð hefur hann reynt
einn fyrir sig, hönum bið eg líka að
heilsa allra ástsamlegast. Jónas sonur
hans er giftur og haldinn efni í búmann,
mikill þjónustumaður, en hvaða maður
verði úr Sveinka (Sveinbirni), þori eg
ekki segja, hann er harðsnúinn þjón-
ustumaður, leggur allt vit í ólma hesta
og vill eiga á pelanum. Fé hefur hann
nokkurt og er þungur húsbændum sín-
um, vægir fyrir engum í geði, en hefur
geðugar taugir. Parta-Páll, sem þið köll-
uðuð, er hér hjá ekkju handan fjörðinn
með son sinn Pál, allduglegan dreng.
Dóttir hans innan fermingu er hjá móð-
ursystur sinni uppí Tungu, en Einar
sonur Páls 16-17 ára fór vestur á Isa-
fjörð með Sigfúsi bónda á Ketilsstöðum
í Hlíð, sem fór þangað vestur.
Gísli Wium er á Rangá í Tungu, var
áður efnugur af örfum og hefur verið
það um tíma, en næstum kollfelldi í vor,
kona hans legið árlangt í rúrninu, börn-
in 2 dáin í barnaveikinni, 3 lifa eftir,