Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 14

Andvari - 01.01.1985, Page 14
12 SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANDVARI sen á Hofi. Árið 1910 kvæntist hann Snjólaugu Sigurðardóttur og voru þau á Hofi 1911—1914, en fluttust síðan að Teigi. Á Hofi fæddust þeim tvíburar 8. janúar 1912, Soffía og Sigurður, og voru þau elzt sjö barna þeirra. Soffía dó 9 ára gömul árið 1921, en yngsta dóttirin, Soffía hannyrðakennari í Reykjavík sem fæddist 1922, var skírð eftir henni. Önnur börn þeirra Snjólaugar og Þórarins í Teigi eru Stefán Gunn- laugur (f. 1913), húsgagnasmiður á Akureyri, Margrét (f. 1914), býr í Reykjavík, Vilhelm (f. 1916), skrifstofumaður á Dalvík og Þórhildur (f. 1918), húsfrú í Reykjavík. Þórarinn í Teigi dó vorið 1924 og tvístraðist þá fjölskyldan. Snjólaug fluttist að Hofi ásamt yngstu dóttur sinni og tveimur sonum. Hún hafði lært klæðskerasaum í tvö ár í Kaupmannahöfn áður en hún kom í Vopnafjörð og vann nú fyrir sér með saumum. Á Hofi var þá tvíbýli feðganna sr. Einars Jónssonar, prófasts og ættfræðings, og sr. Jakobs sem var aðstoðarprestur hjá föður sínum. Sigurður var þá 12 ára, og var hann á heimili sr. Einars og frú Kristínar, en Stefán bróðir hans hjá sr. Jakobi og frú Guðbjörgu. Margrét fór að Bustarfelli, Þórhildur til móðursystur sinnar Vilhelmínu Þór á Akureyri en Vilhelm til ættingja í Svarfaðardal. Þremur árum síðar fór Margrét einnig að Hofi. Árið 1929 fluttust Snjólaug og Soffía til Vilhelmínu og Jónasar Þór, fram- kvæmdastjóra Gefjunar á Akureyri. Hinn ungi Sigurður reyndist næmur og námfús. Sagt er að hann hafi verið fluglæs íjögurra ára, og á Hofi var hann látinn lesa upphátt fyrir fólkið á vökunni. Svo hraðlæs var hann og minnugur, að væri bókin ný og spennandi gat hann lesið á undan í hljóði en haldið samt settum takti við upplesturinn. Var hann þannig stundum mörgum síðum á undán sjálfum sér við lesturinn! Hvort hér er um ýkjur að ræða skal ósagt látið, en mjög hraðlæs var hann á fullorðinsárum og líklega einn síðasti maðurinn sem stundaði það að lesa bækur í bókabúðum. Var sagt að hann ætti það til að ganga niður Laugaveginn og líta við í bóka- búðum á leiðinni, og hafði þá lesið heila bók þegar niður á Lækjatorg kom. Á þessum tíma var sjaldgæft að austfirzkir bændasynir gengju menntaveginn. Sr. Einar á Hofi, sem hafði verið lærifaðir Sigurðar, réð því nú að hann var sendur í Gagnfræðaskólann á Akureyri. Þar settist hann í 2. bekk haustið 1926. Á Akureyri fór allmikið orð af Sigurði, en Kristján Eldjárn lýsir því í fyrrnefndri afmælisgrein, að í Menntaskól- ann hefði verði sagður kominn „undrapiltur að gáfum og námshæfi- leikum, yngstur allra í sínum bekk og ekki risavaxinn, en flugskarpur.“ Stúdentsprófi lauk Sigurður vorið 1931, með góðum vitnisburði sem vonlegt var og hafði reynzt prýðilegur námsmaður og nokkuð jafnvíg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.