Andvari - 01.01.1985, Page 14
12
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
ANDVARI
sen á Hofi. Árið 1910 kvæntist hann Snjólaugu Sigurðardóttur og voru
þau á Hofi 1911—1914, en fluttust síðan að Teigi. Á Hofi fæddust þeim
tvíburar 8. janúar 1912, Soffía og Sigurður, og voru þau elzt sjö barna
þeirra. Soffía dó 9 ára gömul árið 1921, en yngsta dóttirin, Soffía
hannyrðakennari í Reykjavík sem fæddist 1922, var skírð eftir henni.
Önnur börn þeirra Snjólaugar og Þórarins í Teigi eru Stefán Gunn-
laugur (f. 1913), húsgagnasmiður á Akureyri, Margrét (f. 1914), býr í
Reykjavík, Vilhelm (f. 1916), skrifstofumaður á Dalvík og Þórhildur (f.
1918), húsfrú í Reykjavík.
Þórarinn í Teigi dó vorið 1924 og tvístraðist þá fjölskyldan. Snjólaug
fluttist að Hofi ásamt yngstu dóttur sinni og tveimur sonum. Hún hafði
lært klæðskerasaum í tvö ár í Kaupmannahöfn áður en hún kom í
Vopnafjörð og vann nú fyrir sér með saumum. Á Hofi var þá tvíbýli
feðganna sr. Einars Jónssonar, prófasts og ættfræðings, og sr. Jakobs
sem var aðstoðarprestur hjá föður sínum. Sigurður var þá 12 ára, og
var hann á heimili sr. Einars og frú Kristínar, en Stefán bróðir hans hjá
sr. Jakobi og frú Guðbjörgu. Margrét fór að Bustarfelli, Þórhildur til
móðursystur sinnar Vilhelmínu Þór á Akureyri en Vilhelm til ættingja
í Svarfaðardal. Þremur árum síðar fór Margrét einnig að Hofi. Árið
1929 fluttust Snjólaug og Soffía til Vilhelmínu og Jónasar Þór, fram-
kvæmdastjóra Gefjunar á Akureyri.
Hinn ungi Sigurður reyndist næmur og námfús. Sagt er að hann hafi
verið fluglæs íjögurra ára, og á Hofi var hann látinn lesa upphátt fyrir
fólkið á vökunni. Svo hraðlæs var hann og minnugur, að væri bókin ný
og spennandi gat hann lesið á undan í hljóði en haldið samt settum
takti við upplesturinn. Var hann þannig stundum mörgum síðum á
undán sjálfum sér við lesturinn! Hvort hér er um ýkjur að ræða skal
ósagt látið, en mjög hraðlæs var hann á fullorðinsárum og líklega einn
síðasti maðurinn sem stundaði það að lesa bækur í bókabúðum. Var
sagt að hann ætti það til að ganga niður Laugaveginn og líta við í bóka-
búðum á leiðinni, og hafði þá lesið heila bók þegar niður á Lækjatorg
kom.
Á þessum tíma var sjaldgæft að austfirzkir bændasynir gengju
menntaveginn. Sr. Einar á Hofi, sem hafði verið lærifaðir Sigurðar, réð
því nú að hann var sendur í Gagnfræðaskólann á Akureyri. Þar settist
hann í 2. bekk haustið 1926. Á Akureyri fór allmikið orð af Sigurði, en
Kristján Eldjárn lýsir því í fyrrnefndri afmælisgrein, að í Menntaskól-
ann hefði verði sagður kominn „undrapiltur að gáfum og námshæfi-
leikum, yngstur allra í sínum bekk og ekki risavaxinn, en flugskarpur.“
Stúdentsprófi lauk Sigurður vorið 1931, með góðum vitnisburði sem
vonlegt var og hafði reynzt prýðilegur námsmaður og nokkuð jafnvíg-