Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 15

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 15
ANDVARI SIGURÐUR PÓRARINSSON 13 ur á allar greinar. í skýrslu Menntaskólans á Akureyri fyrir 1930—31 segir að á árshátíð skólans um vorið hefði það „sætt nýlundu, að Sig- urður Þórarinsson, dux scholœ, mælti blaðalaust á latínu fyrir minni kennara, en Arni Þorvaldsson þakkaði á sömu tungu. Hefir vafalaust ekki verið flutt ræða á latnesku í norðlenzkum skóla síðan 1802“.(> Sigurður tók reyndar hreina 8 (á Örsted) í latínu á stúdentsprófi og varð dux eins og fyrr sagði. A námsárum sínum á Akureyri, og jafnan síðan, átti Sigurður athvarf hjá Baldvin Ryel konsúl og Gunnhildi konu hans, og voru hlýleikar þar á milli meðan ævin entist. Á Akureyri var Pálmi Hannesson framan af kennari Sigurðai í nátt- úrufræði, en hann gerðist rektor Menntaskólans í Reykjavík haustið 1929. Mun hann hafa tendrað áhuga Sigurðar á þeim fræðum, og þó einkum jarðfræði. Latína og bókmenntir áttu einnig í honum sterk ítök, og að stúdentsprófi loknu mátti Sigurður velja milli þessara greina. Varð náttúrufræðin ofan á, og mun það hafa átt sinn þátt í val- inu að auðveldara var að fá styrki til náms í jarðfræði en latínu eða bók- menntum, en þá var mikill hörgull á náttúrufræðilega menntuðum mönnum hérlendis. IV Á þessum árum lágu leiðir flestra íslendinga, sent leggja vildu stund á háskólanám, til Kaupmannahafnar. Sigurður innritaðist í jarðfræði- deild háskólans þar haustið 1931. Vorið eftir lauk hann prófi í for- spjallsvísindum en sagði síðan skilið við Höfn og hélt til Stokkhólms. Var jarðfræðideildin í Höfn fremur gamaldags og lítt áhugavekjandi um þær mundir en Stokkhólmsháskóli hins vegar mjög framarlega í jarð- og landafræði. Voru margir heimsfrægir vísindamenn þar saman komnir, t. d. þeir Gerard de Geer, höfundur hvarflagatímatalsins og Lennart von Post, frumkvöðull nútíma frjógreiningar. Einnig var þá tiltölulega nýkominn að Stokkhólmsháskóla Hans W:son Ahlmann landmótunarfræðingur, sem Sigurður starfaði síðar með um Iangt ára- bil. Voru þeir allir kennarar Sigurðar, svo og P. D. Quensel, og var það harðsnúið kennaralið. Lennart von Post hafði gert frjógreiningu að öflugu tæki til aldursgreininga og rannsókna á gróðurfari liðinna tíma árið 1910, og milli heimsstyrjaldanna leitaðist hann við að útbreiða þau fræði sem mest með því að safna að sér efnilegum mönnum hvaðanæva að. I þeim hópi var Sigurður Þórarinsson, og hafði von Post að þessu leyti sama hátt á og hinn frægi Linné forðum, sem safnaði að sér stúd- entum og sendi til fjarlægra heimshorna að safna plöntum. Má ætla að von Post hafi ætlað Sigurði svipað hlutverk á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.