Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 87
ANDVARI
JÓNAS JÓNSSON OG MENNINGARSJÓÐUR
85
í desembermánuði 1934 var kosið nýtt Menntamálaráð. Var Jónas Jóns-
son þá kosinn í ráðið og varð jafnframt formaður þess.
Síðar lýsti Jónas aðkomunni í Menntamálaráð á þessa leið:
Eftir að innheimta áfengissektanna varð lélegri, stórhrakaði tekj-
um Menningarsjóðs. Var hann að kalla mátti félaus, bókadeildin meir
en gjaldþrota . . . þannig var ástatt um afkomu Menningarsjóðs þeg-
ar ég var kosinn í stjórn hans 1934. Verk mitt frá 1928 var eiginlega
lagt í rústir. Mér fór því líkt og bónda, sem lendir í húsbruna, en
leggur út í að endurreisa býlið að nýju. Ég fór enn af stað með frum-
varp um endurreisn Menningarsjóðs.
í bréfí, sent Menntamálaráð ritaði Alþingi 18. nóvember 1935, er að
íinna fróðlegar upplýsingar um stöðu mála. Þar segir m. a. á þessa leið:
Hér með leyfír Menntamálaráð íslands sér að fara þess á leit við
hið háa Alþingi, að Menningarsjóði íslands verði framvegis tryggðar
árlegar tekjur, er nemi að minnsta kosti 50000 krónum, þannig að við
tekjur þær, sem sjóðurinn hefur af sektum fyrir brot á áfengislög-
gjöfínni, verði bætt því, sem á vantar, úr ríkissjóði, ef sektirnar nema
ekki nefndri fjárhæð.
Tekjur Menningarsjóðs liafa verið svo sem nú skal greina:
Árið 1928 71862 kr.
1929 41713 -
1930 68202 -
1931 73603 -
1932 54579 -
1933 20775 -
- 1934 22719 Samtals 353453 kr.
eða að meðaltali 50493 krónur á ári hverju.
Bréfinu lýkur þannig:
Tilgangur Menningarsjóðs er „að styðja menningu í landinu, rann-
sókn íslenskrar náttúru og þróun þjóðlegar listar." Það er alkunnugt
að nú eru starfandi vor á meðal ekki allfáir rithöfundar og fjöldi lista-
manna og náttúrufræðinga. Hitt er ekki síður kunnugt, að kjör slíkra
manna hafa jafnan verið bágborin hér á landi. Stofnun Menningar-