Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 23

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 23
ANDVARI SIGURÐUR ÞÓRARINSSON 21 vötnum, hið síðasta sem komið hefur, og var Sigurður á staðnum til að kanna það. Hugmyndin að Vatnajökulsrannsókn Jóns Eyþórssonar og Ahl- manns varð til sumurin 1924 og ’25 þegar þeir voru saman við jökla- og veðurfræðirannsóknir í Jötunheimum í Noregi. Hafði Jón með óbil- andi áhuga og dugnaði verið helsti hvatamaður að því að koma upp veðurathugunarstöð á Fanaráken, í 2000 m hæð yfir sjávarmáli, og varð hún fljótlega fremsta athugunarstöð sinnar tegundar í Norður- Evrópu. Tilgangur leiðangursins var að mæla afkomu hluta Vatna- jökuls, þ. e. mismun ákontu vetrarins og leysingar sumarsins, en án slíkrar vitneskju er talið að ómögulegt sé að skilja til hlítar hegðun jökla og hreyfingar. Alþjóðlega jöklanefndin (International Conunission of Glaciers) hafði hvatt til þess að reglubundnar mælingar væru gerðar á framsókn og liopi skriðjökla, en þeir Jón og Ahlmann töldu slíkar mælingar lítils verðar nema í ljósi aukins skilnings á þeim veðurfars- legu og jöklafræðilegu þáttum sem breytingunum yllu. Jafnframt var það talið til, að sú þekking, sem með rannsóknum Jressum ynnist, mundi auka mjög á skilning manna á orsökum ísalda og hegðun ísald- arjökla. Bezta leiðin, og raunar hin eina áreiðanlega til að mæla afkomu jökuls, er sú að grafa gryfjur eða bora gegnum árlag snævarins. Sumar- ið 1936 var heppilegt til þessa, því askan frá Grímsvatnagosinu 1934 myndaði auðþekkjanlegt lag. í leiðangrinum voru, auk Jóns, Ahl- manns og Sigurðar, þeir Carl Mannerfelt, samstúdent Sigurðar, og tveir aðstoðarmenn, annar þeirra Jón frá Laug sem verið hafði með Al- fred Wegener á Grænlandi 1930. Voru þeir allir saman frá mánaða- mótum apríl og maí til miðs júní og grófu m. a. 12 djúpar gryfjur, allt að 7 m, gegnum vetrarlagið frá 1935, og boruðu síðan með kjarnabor niður á öskuna frá 1934. Auk snjóþykktarinnar mældu þeir í gryfjun- um hitastig og eðlisþyngd snævarins og gerðu ýmsar athuganir á á- standi hans. Jafnframt gerðu þeir reglulegar veðurmælingar, grófu ótal grynnri gryfjur og ráku niður bambusstikur til að fylgjast með af- komunni frá degi til dags. Um miðjan júní fóru allir til byggða nema þeir Sigurður og Mannerfelt sem voru á jökli til 15. ágúst að fylgjast með gryfjum og stikum. Af'komumælingar sænsk-íslenzka leiðangursins beindust að austur- hluta Vatnajökuls, og einkum að Hoffellsjökli og upptakasvæði hans. Sumurin 1937 og ’38 hélt Sigurður mælingunum áfram, og mældi þá tn. a. skrið Hoffellsjökuls við Múlann. Heimamenn veittu einnig mikil- væga aðstoð, því allt frá vori 1936 fylgdust Guðmundur á Hoffelli og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.