Andvari - 01.01.1985, Qupperneq 23
ANDVARI
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
21
vötnum, hið síðasta sem komið hefur, og var Sigurður á staðnum til að
kanna það.
Hugmyndin að Vatnajökulsrannsókn Jóns Eyþórssonar og Ahl-
manns varð til sumurin 1924 og ’25 þegar þeir voru saman við jökla- og
veðurfræðirannsóknir í Jötunheimum í Noregi. Hafði Jón með óbil-
andi áhuga og dugnaði verið helsti hvatamaður að því að koma upp
veðurathugunarstöð á Fanaráken, í 2000 m hæð yfir sjávarmáli, og
varð hún fljótlega fremsta athugunarstöð sinnar tegundar í Norður-
Evrópu. Tilgangur leiðangursins var að mæla afkomu hluta Vatna-
jökuls, þ. e. mismun ákontu vetrarins og leysingar sumarsins, en án
slíkrar vitneskju er talið að ómögulegt sé að skilja til hlítar hegðun jökla
og hreyfingar. Alþjóðlega jöklanefndin (International Conunission of
Glaciers) hafði hvatt til þess að reglubundnar mælingar væru gerðar á
framsókn og liopi skriðjökla, en þeir Jón og Ahlmann töldu slíkar
mælingar lítils verðar nema í ljósi aukins skilnings á þeim veðurfars-
legu og jöklafræðilegu þáttum sem breytingunum yllu. Jafnframt var
það talið til, að sú þekking, sem með rannsóknum Jressum ynnist,
mundi auka mjög á skilning manna á orsökum ísalda og hegðun ísald-
arjökla.
Bezta leiðin, og raunar hin eina áreiðanlega til að mæla afkomu
jökuls, er sú að grafa gryfjur eða bora gegnum árlag snævarins. Sumar-
ið 1936 var heppilegt til þessa, því askan frá Grímsvatnagosinu 1934
myndaði auðþekkjanlegt lag. í leiðangrinum voru, auk Jóns, Ahl-
manns og Sigurðar, þeir Carl Mannerfelt, samstúdent Sigurðar, og
tveir aðstoðarmenn, annar þeirra Jón frá Laug sem verið hafði með Al-
fred Wegener á Grænlandi 1930. Voru þeir allir saman frá mánaða-
mótum apríl og maí til miðs júní og grófu m. a. 12 djúpar gryfjur, allt
að 7 m, gegnum vetrarlagið frá 1935, og boruðu síðan með kjarnabor
niður á öskuna frá 1934. Auk snjóþykktarinnar mældu þeir í gryfjun-
um hitastig og eðlisþyngd snævarins og gerðu ýmsar athuganir á á-
standi hans. Jafnframt gerðu þeir reglulegar veðurmælingar, grófu
ótal grynnri gryfjur og ráku niður bambusstikur til að fylgjast með af-
komunni frá degi til dags. Um miðjan júní fóru allir til byggða nema
þeir Sigurður og Mannerfelt sem voru á jökli til 15. ágúst að fylgjast
með gryfjum og stikum.
Af'komumælingar sænsk-íslenzka leiðangursins beindust að austur-
hluta Vatnajökuls, og einkum að Hoffellsjökli og upptakasvæði hans.
Sumurin 1937 og ’38 hélt Sigurður mælingunum áfram, og mældi þá
tn. a. skrið Hoffellsjökuls við Múlann. Heimamenn veittu einnig mikil-
væga aðstoð, því allt frá vori 1936 fylgdust Guðmundur á Hoffelli og