Andvari - 01.01.1985, Qupperneq 19
ANIWARl
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
17
fremst sem málfundafélag og var sitthvað rætt, ekki sízt pólitík. Stú-
dentar erlendis voru yfirleitt auralitlir á þessum árum, kreppan í al-
gleymingi og erfitt að fá yfírfærslur jafnvel þótt fé væri til heima, enda
tókst ekki að efna til skemmtisamkomu í félaginu fyrr en í desember
1936. Sigurður haföi kynnzt rithöfundunum Mou og Harry Martinson
og var þeim hjónum boðið á skemmtunina, þar sem Harry Martinson
las úr nýjustu bók sinni Vágen ut. Annars lifBu margir á „slætti“ milli
þess að einhverjir aurar bærust, slógu matmæður um matinn og
frökenarnar, sem flestir leigðu hjá, um leiguna. Urðu m. a. um það deil-
ur í íslendingafélaginu hvort rétt væri að nota sjóð félagsins til
lánastarfsemi, og urðu þeir undir sem það gagnrýndu.
Halldóra Briem Ek lýsir í sama riti m. a. fyrstu kynnum sínum af fé-
laginu og hjálpsemi þeirra Jóns og Sigurðar. I lún kom með lest frá
Kaupmannahöfn til Stokkhólms í september 1935 til að læra húsa-
gerðarlist við Tækniháskólann, og hafði bréf til Sigurðar uppá vasann
frá Pálma Hannessyni. Á tröppunum á Upplandsgötu 3 mætti hún
þeim Jóni Magnússyni og Sigurði, „sem hneigði sig niður í gólf og
sveiflaði þeim hinum barðastóra hatti, sem hann þá bar, en Jón sagði á
sinn virðulega hátt: „Jæja, ertu nú komin, vertu velkomin! Við erum
búnir að tala við kansellíið á Teknis og þú ert komin inn.“ Voru þessir
mér þá ókunnugu menn búnir að greiða götu mína og voru það fyrstu
kynni mín af Félagi íslenzkra stúdenta í Stokkhólmi."10
Halldóra Briem fékk herbergi hjá Birgit og Jósef Hedström. Birgit
„hafði verið vinur og samherji jafnaðarmanna þeirra, sem tóku við
stjórnarvöldum ’32 og hélt við þá tryggð og vináttu. En sérstaklega
voru rithöfundar eins og Moa og Harry Martinson heimagangar, Jo-
hannes Edfeldt o. fl. svo og ferðafólk frá Jamtalandi, en þaðan voru
þau hjónin ættuð. Var þá oft þétt setinn bekkm inn yfir góðum mat, en
eftir máltíð var Birgit vön að taka guitarinn sinn og við hin vísnabækur
með þjóðvísum hvarvetna frá og lögum og ljóðum eftir Bellman,
Taube o. s. fr. Og svo var sungið af hjartans lyst með mörgum röddum.
Siggi [Þórarinsson] fór þá líka að æfa sig á guitar og byrjaði með fyrstu
vísurnar sínar eins og „Mikið lifandis skelfingar ósköp er gaman“, en
það var orðtæki Halldórs [H. Jónssonar] þegar vel lá á honum . . .
Yfirleitt var öll kólonían farin að æfa sig á guitar. Af misjafnri leikni
þó.“u
Sigurður átti eftir að verða liðtækur gítarleikari, eins og kunnugt er,
og söngvar hans vinsælir og á hvers manns vörum. Síðasta bókin sem
frá hans hendi kom var kver um Bellman, Bellmaniana, sem ísafold gaf
út fyrir jólin 1983. Hafði Sigurði ekki enzt aldur til að fullganga frá
handritinu til prentunar.
2