Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1985, Side 53

Andvari - 01.01.1985, Side 53
ANDVARI SIGURÐUR ÞÓRARINSSON 51 flutti hann aðalræðuna á afmælishátíðinni að viðstaddri Margréti drottningu, „At leve pá en vulkan“, sem prentuð var í Geografisk Tids- skrift 1977. í tilefni af sjötugsaímæli Sigurðar helgaði Jarðfræðafélag íslands honum Norræna vetrarmótið sem haldið var í Reykjavík í janú- ar 1982. XXIII Sigurður Þórarinsson lézt 8. febrúar 1983 sem fyrr sagði, nýorðinn 71 árs. Þótt hann hefði átt við vanheilsu að stríða um árabil, var hann samt atorkusamari og sprækari andlega en margir þeir sem yngri voru. Fram undan virtust vera mörg góð starfsár sem Sigurður gæti helgað ýmsum stórverkefnum sem hann hafði lengi viðað efni til. Bar þar hæst eldfjallasögu Islands, en Sigurði var manna bezt ljóst að Eldfjallasaga Þorvalds Thoroddsen er úrelt orðin þótt tímamótaverk væri á sinni tíð. Þá var hann að ganga frá íslandsheftinu í alþjóðlegt uppsláttarrit um eldfjöll, og einnig safnriti um Skaftárelda í tilefni af 200 ára „afmæli“ þeirra 1983. Viku fyrir andlátið hafði hann skilað handritum tveggja ritgerða um þessi efni, en hin þriðja var skemmra komin, og skyldi fjalla um móðuna miklu og erlendar samtímalýsingar á henni. Hafði hann í.því tilefni skotizt til Bretlands fyrr um veturinn til að viða að sér heimildum í brezkum söfnum. Sigurði Þórarinssyni var flest það gefið, sem prýða má góðan vísinda- mann. Hann hlaut hraðar og snarpar gáfur í vöggugjöf; hann nam fræði sín af mönnum sem þá voru í fremstu röð í hinum ýmsu greinum kvarterjarðfræði, og mótaði það vafalaust afstöðu hans til vísindanna - réð stærð þess striga sem hann kaus sér til að mála á, svo tekin sé sam- líking úr annarri átt. Hann var hugkvæmur, allra manna eljusamastur, minnugur svo af bar og átti auðvelt með að skrifa. Stíll hans, á ýmsum tungumálum, var léttur og laus við skrúðmælgi, líkt og Þorvalds Thor- oddsen: málið var honum öflugt áhald til að koma hugsunum sínum á framfæri. Við samningu þessarar ritgerðar hefí ég rennt í gegnum margar greinar hans og bóka frá ýmsum tímum. Allar eru þær aflíurða læsilegar, en þó hefí ég undrazt það mest hve vel verk hans hafa staðizt tímans tönn - vísindi hans voru fyrsta flokks á sínu sviði, og þar kveður aldrei við ódýran hljóm. Sjálfur var ég svo gæfusamur að kynnast nafna mínum vel og starfa með honum í rúman áratug. „Þessi fínbygði hámentamaður, ólíklegur til þrekrauna," eins og Nóbelsskáldið lýsir Sigurði, var yfirleitt fremur ópersónulegur í samskiptum en jafnan glaðlegur og með gamanyrði á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.