Andvari - 01.01.1985, Page 123
MATTHÍAS JOHANNESSEN:
Konungur af Aragon
Hann er farinn að opna augun og grenja. Nú er hann kominn inní heim-
inn.
Drengurinn var nýfæddur og afinn hafði aldrei séð augun í honum því
að honum hafði ekki þóknazt að opna þau í viðurvist hans. Nú er eldri
bróðirinn að segja afanum frá afrekum barnsins. Alvaran og varkárnin í
orðum hans leyndi sér ekki og afinn hlustaði með athygli. Nýfætt barn var
í augum hans utan við allan veruleika, óraunverulegt; eins og draumur.
Eitt kvöld á fyrstu æviviku sonarsonarins var hann einn heima og það
sótti að honum undarlegur skáldskapur því að hann var rithöfundur og
festi á blað það sem hann hugsaði. En nú komu hugrenningar hans seint að
honum og hann var að snúldra við þetta fram eftir kvöldi. Það var eins og
að sitja yfir gömlu dagblaði og ráða krossgátu. Honum fannst grunnt vaðið,
stóð upp frá skrifborðinu og lagðist með penna og pappír í grænan sófann,
fór að virða fyrir sér myndir sem blöstu við á veggjunum og drógu athygl-
ina frá þessum áleitna veruleika sem er alltaf að reyna að minna á sig: ein-
hver hringdi dyrabjöllunni og hann beið þess að viðkomandi færi og hon-
um varð að ósk sinni, þetta hlaut að vera rukkari og gott að konan skyldi
ekki vera heima til að anza; svo hringdi síminn og hann hrökk við og lagði
við hlustirnar unz hringingarnar fjöruðu út en þá sótti sú spurning ákaft á
hann hver hefði verið að hringja og dró um stund athyglina frá myndunum
á veggjunum. Hafði eitthvað komið fyrir, nei, gat ekki verið. Konan á
öruggum stað hjá nýfæddu barnabarninu, yngri sonurinn uppi á lofti að
borfa á sjónvarpið. Það var gott, hann þurfti að fá næði. Það var svo margt
sem sótti á hann og hann átti óuppgert við þann sem öllu virtist stjórna:
heilanum í sér. Þá þurftu þau endilega að glenna upp útvarpið á næstu liæð
fyrir neðan. Hann klöngraðist enn á fætur, tók stafrnn sinn og sló honum í
gólíið. Hann haíði litla ánægju af þessu ónæði öllu en það þóttist hann vita
að heilanum væri skemmt því að undir niðri merkti hann einhverja gleði
yfir því að allt var á endaköstum í kringum hann og hann fékk ekki að njóta
þeirrar einveru sem hann liélt að væri eftirsóknarverðasta nautn tilverunn-
ar- Þessa einmana veröld hafði hann skrifað inní rit sín og notið þess að
f)reyta henni í draumkennda þögn og eftirsóknarvert mannlíf eins og þessi
veröld hans skipti aðra einhverju máli. En þá skyldi þessi sístarfandi heili