Andvari - 01.01.1985, Page 76
74
ÖRN ÓLAFSSON
ANOVARI
Lítum síðan snöggvast á augasteina nefndarinnar [ . . í hægra
dálki] hvort myndi sá ekki glámskyggn, sem ekki ber kennsl á þessa
heiðursfylkingu, sem ekki kennir þarna þá Arulréssyni og þeirra vika-
pilta?
Það rökræðir Guðmundur í löngu máli, sem ég sé ekki ástæðu til að rekja
hér, enda hafa ýmis skáld hlotið almenna viðurkenningu nú, sem Guð-
mundi þótti hneykslanlegt að hefja til vegs fyrir ijörutíu árum - t. d. Stein
Steinar uppfyrir Jakob Thorarensen! Ótvírætt þykir mér sjónarmið Guð-
mundar mótast hér af íhaldssemi á sviði bókmennta — en um slíkt er auð-
veldara að tala fjörutíu árum eftir á en samtímis. Hitt er öllu merkilegra,
hvaða tillögur Guðmundur bar fram um breytingar. Um skáldalaun hafði
hann fjallað allt frá 1921. Hann hafði leitt rök að því að skáld gegndu ntjög
þýðingarmiklu hlutverki í andlegum framförum þjóðarinnar, en gætu ekki
lagt stund á þann skáldskap sem vinsælastur væri af öllum almenningi —
skáldsögur, og þar næst smásögur, vegna þess að til þess þyrfti meiri tíma
og einbeitingu en menn ættu kost á með öðrum störfum. Því yrðu flestir að
láta sér nægja kvæðagerð. Úr þessu vildi Guðmundur bæta með 10% skatti
á reyfaraútgáfu og —innflutning, sem yrði látinn renna til skálda. Benti
hann á að svona væri að farið í Bandaríkjunum."5 En í fyrrnefndri grein,
„Augasteinar og amakefli" 1945, gerir Guðmundur tillögu um nýskipan
þessara mála:
Eg hygg að rétt muni vera, að allir þeir höfundar, sem menn geta
yfirleitt verið nokkurnveginn sammála um að öðlast hafí virðingar-
sess í vitund mikils hluta þjóðarinnar, og vitað er að helga eða vilja
helga skáldskapariðkun krafta sína sem allra mest, eigi að hafa föst
laun, sem séu það há, að þeir eigi að geta lifað af þeim menningarlífi
— en við ákvörðun sé þó gert ráð fyrir því að höfundarnir vinni sér
inn nokkurt fé með ritstörfum. Ég lít og þannig á, að allir slíkir höf-
undar eigi að hafa sömu laun, enda hafi þeir þá svo til fulla starfs-
orku. Allir slíkir menn þurfa föt og fæði, húsnæði, hita, ljós, bækur o.
s. frv. - hafa sem sé svipaðar þarfir, þær sömu og menn yfirleitt, sem
gera kröfur til og kunna að meta lífsþægindi og þokkalegt og menn-
ingarlegt umhverfi — og auk þess mun alltaf verða vandmetið, hvað
er verðmætast í bókmenntum dagsins, hvað hefur mest gildi fyrir líð-
andi stund og hvað fyrir framtíðina.
Auk þessa vildi Guðmundur hafa margbrotið kerfi styrkja fyrir menn
sem væru að vinna sig upp í þennan hóp atvinnuhöfunda. Því miður kom
þessi viturlega tillaga ekki fram fyrr en eftir klofninginn, fyrir því hefi ég
orð Guðmundar sjálfs."(’ Og þessari hugmynd hefur verið sorglega lítill