Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 76

Andvari - 01.01.1985, Page 76
74 ÖRN ÓLAFSSON ANOVARI Lítum síðan snöggvast á augasteina nefndarinnar [ . . í hægra dálki] hvort myndi sá ekki glámskyggn, sem ekki ber kennsl á þessa heiðursfylkingu, sem ekki kennir þarna þá Arulréssyni og þeirra vika- pilta? Það rökræðir Guðmundur í löngu máli, sem ég sé ekki ástæðu til að rekja hér, enda hafa ýmis skáld hlotið almenna viðurkenningu nú, sem Guð- mundi þótti hneykslanlegt að hefja til vegs fyrir ijörutíu árum - t. d. Stein Steinar uppfyrir Jakob Thorarensen! Ótvírætt þykir mér sjónarmið Guð- mundar mótast hér af íhaldssemi á sviði bókmennta — en um slíkt er auð- veldara að tala fjörutíu árum eftir á en samtímis. Hitt er öllu merkilegra, hvaða tillögur Guðmundur bar fram um breytingar. Um skáldalaun hafði hann fjallað allt frá 1921. Hann hafði leitt rök að því að skáld gegndu ntjög þýðingarmiklu hlutverki í andlegum framförum þjóðarinnar, en gætu ekki lagt stund á þann skáldskap sem vinsælastur væri af öllum almenningi — skáldsögur, og þar næst smásögur, vegna þess að til þess þyrfti meiri tíma og einbeitingu en menn ættu kost á með öðrum störfum. Því yrðu flestir að láta sér nægja kvæðagerð. Úr þessu vildi Guðmundur bæta með 10% skatti á reyfaraútgáfu og —innflutning, sem yrði látinn renna til skálda. Benti hann á að svona væri að farið í Bandaríkjunum."5 En í fyrrnefndri grein, „Augasteinar og amakefli" 1945, gerir Guðmundur tillögu um nýskipan þessara mála: Eg hygg að rétt muni vera, að allir þeir höfundar, sem menn geta yfirleitt verið nokkurnveginn sammála um að öðlast hafí virðingar- sess í vitund mikils hluta þjóðarinnar, og vitað er að helga eða vilja helga skáldskapariðkun krafta sína sem allra mest, eigi að hafa föst laun, sem séu það há, að þeir eigi að geta lifað af þeim menningarlífi — en við ákvörðun sé þó gert ráð fyrir því að höfundarnir vinni sér inn nokkurt fé með ritstörfum. Ég lít og þannig á, að allir slíkir höf- undar eigi að hafa sömu laun, enda hafi þeir þá svo til fulla starfs- orku. Allir slíkir menn þurfa föt og fæði, húsnæði, hita, ljós, bækur o. s. frv. - hafa sem sé svipaðar þarfir, þær sömu og menn yfirleitt, sem gera kröfur til og kunna að meta lífsþægindi og þokkalegt og menn- ingarlegt umhverfi — og auk þess mun alltaf verða vandmetið, hvað er verðmætast í bókmenntum dagsins, hvað hefur mest gildi fyrir líð- andi stund og hvað fyrir framtíðina. Auk þessa vildi Guðmundur hafa margbrotið kerfi styrkja fyrir menn sem væru að vinna sig upp í þennan hóp atvinnuhöfunda. Því miður kom þessi viturlega tillaga ekki fram fyrr en eftir klofninginn, fyrir því hefi ég orð Guðmundar sjálfs."(’ Og þessari hugmynd hefur verið sorglega lítill
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.