Andvari - 01.01.1985, Page 138
136
ÞORSTEINN GYLFASON
ANDVARl
„Vísindalegur" skilningur á veröldinni kynni vel að vera hinn allra heimskulegasti af
þeim kostum sem við eigum á skilningi á henni, þannig að hann væri meiningarlausari
en allur annar skilningur . . . (Því að) vélgengur heimur væri eðli sínu samkvæmt mein-
ingarlaus. Segjum að einhver reyndi að meta gildi tónlistar í ljósi talningar, reiknings-
listar og formúluverks: niðurstaðan gæti ekki orðið annað en fráleit. Hvað mundi mað-
ur nema, greina, skilja með þessum hætti? Nákvæmlega ekki neitt af sjálfri tónlistinni
í öllu saman!"
Þetta hefur mér þótt vera einkar heimskuleg grein hjá Nietzsche: ekki mest
fyrir þá sök að hann setur jafnaðarmerki á milli vísinda og vélhyggju eins
og grunnhyggið fólk á til að gera allt til þessa dags, heldur einkum fyrir
liina að honunt sést alveg yfir það hvað tónlist er mikil vélalist, þó ekki sé
nema vegna hljóðfæra sem eru vélar og sum í flokki dásamlegustu véla sem
mannkynið hefur smíðað sér. Samt er auðvitað eitthvað til í því sem Nietz-
sche segir. Pýþagórasarröksemdin hjá Schopenhauer er fráleit; hún er satt
að segja svo vitlaus að það er ráðgáta hvernig hann fór að því að sannfæra
sjálfan sig um hana, því hann var skynugur og skarpur maður. Það er sagt
að nemandi Beethovens hafí sýnt kennara nokkrum í Tónlistarháskólanum
í Vínarborg eitt af verkum meistara síns. Prófessorinn útkrotaði heftið með
rauðu frá fyrstu blaðsíðu til hinnar síðustu: það braut næstum liverja reglu
í hljómfræðinni sent hann haíði samið við mikla virðingu starfsbræðra
sinna. Þegar Beethoven frétti þetta bað hann unga manninn fyrir skilaboð
í Tónlistarháskólann: „Það er égsemset reglurnar. L.v.B.“ Meira var það nú
ekki.
V
Orðsending Beethovens til háskólakennarans er til marks um annað mik-
ið einkenni á tónlist en vald hennar yfír okkur: það er að hún er linnulaus
og stundum hamslaus nýsköpun. Og ef eitthvað er til sem heitið getur skiln-
ingur á tónlist, þá er sá skilningur áreiðanlega á parti fólginn í kunnáttunni
til að meta fjölbreytnina sem jafnvel lítið sönglag getur búið yfir, og til að
veita því athygli sent óvænt er, til að mynda í laglínu og hljómum. Svo að
ekki sé minnzt á öll ósköpin sem völ er á um flutning tónlistar. Og það sem
óvænt er getur orðið óþrjótandi í voldugustu sköpunarverkum tónlistar-
innar: í strengjafjarka eftir Beelhoven eða söngleik eftir Wagner. Þetta má
nú vel verða til þess að við tökum fyrri röksemd Schopenhauers frá því
áðan — skilningsröksemdina — svolítið alvarlegar en þá. Og svo vill til að
samkvæmt merkilegri og útbreiddri kenningu um mannlegt mál er ein-
hvers konar nýsköpun höfuðeinkenni á því líka. Hér lýsir Roger Scruton
þessari nýsköpun: