Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 105

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 105
ANDVARI UM ATHUGUN Á FRAMBURÐI 103 Neinei. Altílæ, séðigðá. Ókei, bæðá. Blesar. Ef menn reyna að lesa þennan texta upphátt eftir stafsetningunni, að svo miklu leyti sem það er hægt, býst ég við að útkoman verði framburður sem ekki getur talist verulega skýr eða áheyrilegur. Mig grunar liins vegar að hann verði kannski ekki eins bölvaður og ætla mætti ef texti Sverris Páls er skoðaður á blaði. Segja má að það hafi verið býsna sniðugt bragð lijá Sverri Páli að birta þetta samtal með þess háttar stafsetningu sem reynir að líkja eftir framburði. Hún verður nefnilega talvert ólík hinni svonefndu lög- boðnu stafsetningu svo að mönnum sýnist þetta hljóta að vera algjört hrognamál. En þessi sýnilegi munur er að sumu leyti villandi. í fyrsta lagi svarar sumt af þessum mun í stafsetningunni ekki til neins munar á fram- burði. Sverrir Páll notaði t. d. ekkert y eða ý í sinni stafsetningu þótt það sé gert í lögboðinni stafsetningu en það breytir auðvitað engu um framburð- inn. 1 öðru lagi verður framburður alls ekki eðlilegur ef reynt er að bera íram eins og skrifað er í lögboðnu gerðinni, jafnvel þótt ekki sé reynt að bera y eða ý fram á sérstakan hátt. Það er auðvelt að sannfæra sig um þetta með því að umrita texta Sverris Páls með lögboðinni stafsetningu og reyna svo að lesa þá gerð og bera fram „eins og skrifað er“, að svo miklu leyti sem það er hægt. Hér kemur þá „lögboðna gerðin": Hæ. Hæ. Hvað segirðu? Gott bara. Hvað ætlarðu að fara á eftir? Hvað segirðu? Hvað ætlarðu að fara á eftir? Hvað ertu að segja, maður? Hvað ætlarðu að fara, segi ég. Ég skil ekki hvað þú ert að reyna að segja. Djöfulsins asni ertu. Ertu ekki með eyru? Láttu ekki svona. Reyndu bara að tala hærra. Ég heyri ekki almenni- lega í þér. Ég get ekki talað hærra. Heyrðu annars. Ætlarðu ekki að koma upp- eftir með okkur? Ég veit ekki. Ég á víst að fara til læknirs. Af hverju? Er eitthvað að þér? Ég er með verki í maganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.