Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 142

Andvari - 01.01.1985, Page 142
140 ÞORSTEINN GYLFASON ANDVARI byrðir úr reynsiu sinni, hvernig þetta megi vera: hvernig verður regla til af engu efni? „Þessari spurningu hefur enginn svarað,“ skrifar hann, „það hafa fæstir spurt hennar enn sem komið er. En fyrr en henni er svarað höf- um við ekki hugboð um hvernig hægt er að læra að tala.“18 Ég veit ekki hvernig sæmileg málbrigðafræði gæti litið út eða ætti að líta, ekki itvers konar rökfræði eða önnur reikningslist mundi henta henni né hvaða ljósi hún gæti kastað á vanda Bickertons. Það er varla að ég viti hvað út úr því kærni ef ég reyndi að leita uppi hliðstæður línubrigða og deilda- brigða í sönglagi, eða hvort greining á laglínu og hljómum á minnsta erindi við málfræðinga. Það er ekki nema eitt sem ég er nokkuð viss um: regl- ingurinn um merkingu sem ég kalla löghyggju verður að hverfa. Og þó: annað er það að sú niðurstaða á sér umhugsunarverða hliðstæðu. Minnumst orðsendingar Beethovens til háskólakennarans: „Það er ég sem set reglurnar!" Hana má skilja á tvo vegu, og annar þeirra er ósköp lítilfjörlegur. Þannig skilin er hún gorgeir: það verður hlustað á mitt verk, tónskáld munu líkja eftir því og fræðimenn sundurgreina það, þegar hljómfræðin yðar verður löngu gleymd. Ef þetta var það sem hann átti við hefur hann auðvitað reynzt hafa haft á réttu að standa, og einhverjum kann að þykja mikið til um það. En þetta er heldur lítilfjörlegt hjá hinu að hann hafi viljað minna háskólakennarann á - eða segja honum það ef hann skyldi alclrei hafa heyrt það fyrr — hvert rétta sambandið er á milli tónlistar og tónfræði: þar fer listin fyrir, og fræðin fylgja ef þau geta. Og hvort þau fylgja á eftir eða ekki er aukaatriði, og hitt líka hvort önnur tónskáld leika listir Beethovens eftir honurn eða ekki, rétt eins og það er aukaatriði um skilning minn á orðinu fjölkynngi hvort einhver annar tekur hann upp eftir mér eða ekki. Og þessu fylgir aftur að við getum skilið — hljótum að geta skilið — ltvað Beethoven er að fara hverju sinni án þess að beita nokkurri fræðareglu. Það er umhugsunarvert að gagnrýnendur og fræðimenn um tónlist gera lítið annað en að villa um fyrir okkur um einmitt þetta efni: ntenn geta haft næstu tónleikaskrá eða plötuumslag sem fyrir þeim verður til marks um það. Þá er okkur sagt hvað Tristan ug ísold sé nterkileg tónsmíð, fyrir það fyrst og fremst að í kjölfar hennar hafl þeir komið Debussy, Mahler og Schönberg með sínar smíðar, eins og þetta væri það sem gerir tónlist mikla og merkilega. Tónlist er mikil af allt öðrum sökum, og hið sama er að segja um fjölkynngi málsins og sköpunarmátt. Þetta má svo kannski hafa til marks um að skilningur á tónlist sé líkari skilningi á máli en leitinni að sannleika og réttlæti. Og ef eitthvað er til í því er það ef til vill ekki alveg eins undarlegt og það annars væri hvílík ítök söngur og hljóðfærasláttur eiga í þessu lífi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.