Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 86

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 86
84 GILS GUÐMUNDSSON ANIJVARI ar niður, og sama sagan endurtók sig árið 1934. Þá þótti sýnt að tekjurnar myndu jafnvel enn rýrna, þar sem samþykkt hafði verið afnám áfengis- banns á sterkum drykkjum. í árslok 1934 var svo komið, að starfsemi Menningarsjóðs var gersamlega lömuð sakir fjárskorts. Bókadeildin var alveg komin í þrot, öll útgáfa lá niðri og safnast haíði veruleg prentsmiðjuskuld. Myndlistardeildin var litlu betur á vegi stödd. Fest höfðu verið kaup á listaverkum, sem ekki reyndust peningar lil að borga. Það var helst náttúrufæðideildin, sem losnað hafði við skuldasöfnun, en minnkandi tekjur drógu að sjálfsögðu úr starfsemi hennar. IV Jónas Jónsson hafði látið af ráðherrastörfum sumarið 1932. SkÖmmu síðar var hann kosinn formaður Framsóknarflokksins, en hlaut þó ekki sæti í ríkisstjórn þeirri, sem flokkur hans myndaði með Alþýðuflokknum árið 1934. Hann var hins vegar þá og nokkur næstu árin athafnasamur á Al- þingi og valdamestur maður í llokki sínum ásamt ráðherrum hans. Var Jónas haustið 1934 kosinn formaður fjárveitinganefndar og lét þar veru- lega að sér kveða. Þar beitti hann sér m. a. fyrir því þetta ár að skáldalaun Halldórs Kiljans Laxness voru hækkuð úr 2500 kr. í 5000 kr. og flutt á 18. grein fjárlaga. Segir í nefndaráliti fjárveitinganefndar, að meiri hluti nef ndarinnar telji réttmætt að „Laxness fái rithöfundarlaun tiljafns við hið aldurhnigna höfuðskáld Einar Benediktsson.“ Eftir harðvítugar deilur var tillagan um hæstu skáldalaun til handa Lax- ness samþykkt með litlum atkvæðamun. Meðan Jónas Jónsson var ráðherra hafði liann beitt sér fyrir því, að Bókadeild Menningarsjóðs tók til útgáfu skáldsögurnar Þú vínviður hreini og Fuglinn í fjörunni, 1931—32. Þá útgáfusögu segir Halldór Laxness á Jjessa leið: Skömmu síðar setti ég saman Sölku Völku, bók sem nú heitir svo, en áður hét eitthvað annað. Einginn útgefandi, félag, blað eða forlag vildi líta við svo leiðinlegri bók, santa hvern ég sendi fyrir mig að mæla með henni við rétta menn. En svo vildi til að ég var um þær mundir í vinarhúsi hjá Jónasi Jónssyni frá Hriflu og þá var ráðherra og mikill stjórnmálaskörúngur og kunni ekki að hræðast. Undir hann heyrði ríkisútgáfan sem ég áðan nefndi og hét Bókaútgáfa Menníng- arsjóðs, og hríngir nú Jónas á einhverja af þeim köllum og segir þeim að gefa út Jjessa bók; svo vildi til að nokkrir þeirra voru kunníngjar mínir. Þetta var í fyrsta sinn sent ég gerði samníng og fékk ritlaun fyrir bók, hafði þó skrifað að minstakosti 5 bækur áður. (Þjóðhátíðar- rolla, 1974.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.