Andvari - 01.01.1985, Page 127
ANDVARI
KONUNGUR AF ARAGON
125
og var nú orðinn eins og tungl í framan. Rithöfundurinn sá að Grettishaus
forsætisráðherrans speglaðist í glyrnum draugsins og tók hausinn þá að ó-
kyrrast en þakkaði samt rithöfundinum fyrir hugulsemina því að hann
hafði fengið ósk sinni framgengt: að ná kórónunni.
Þá hrökk rithöfundurinn upp. Konan var komin heim og sonurinn í her-
bergi sitt og búinn að setja Elvis Presley á fóninn. Rithöfundurinn lá stund-
arkorn í sófanum, hugsi. Hann var að velta því fyrir sér hvers konar klám-
hundur heilinn í honum væri. Að láta sér detta annað eins í hug: að standa
á gægjunt þar sem þekktur listmálari var að bisa við að fletta viðrini
klæðum. Ætlarðu ekki að fara að koma inn, heyrði hann konu sína kalla úr
svefnherberginu. Ég var nú eiginlega að hugsa urn að vinna svolítið fram
eftir, svaraði hann, fyrst ég er vaknaður á annað borð. Jæja, sagði konan, og
bað soninn að draga niður í Elvis Presley.
Rithöfundurinn virti fyrir sér myndirnar á veggjunum. Svo settist hann
við skrifborðið. Enn ein styrjöldin var að hefjast. Hann ætlaði að afhjúpa
heilann. Hann skyldi fletta ofan af saurugum fyrirætlunum hans. Hann tók
sér pennann í hönd. Stríðshanzkanum var kastað. Hann hóf að skrifa sög-
una um styrjöld sína við heilann; fyrst hægt og hikandi, síðan af meiri
ákveðni. Hann lagði handritið með upphaflnu af frásögninni um nýfædda
barnið til hliðar, það var nógur tími til að fást við það. Nú yrði þessi hólm-
ganga við heilann að fara fram. Hún yrði að hafa forgang. Hann hafði sett
óafntáanlegan blett á vandaðar hugsanir rithöfundarins, notað sér hænu-
blund til að gera ómeðvitað vitundarlíf hans tortryggilegt, látið hann horfa
upp á nærgöngult fítl við kynlaust kvikindi. Að honum hvarflaði nú frá-
sögn í fornu riti af því þegar ntaður er höggvinn og heilinn er á öxinni
eftir. En þannig gat hann víst ekki afgreitt íjanda sinn.
Undir morgun stóð rithöfundurinn upp. Hann virti fyrir sér uppkastið
að styrjaldarsögunni, vonsvikinn. Hann vissi að hann hafði beðið endanleg-
an ósigur í þessari glímu. Hann hafði með engu móti getað numið eina ein-
ustu setningu af vörum Grettishaussins eins og það var mikilvægt til skiln-
ings á þeirri reynslu sem hann hafði verið að reyna að festa á pappír. Hann
gerði sér ljóst að tvennt skipti mestu máli í draumnum: viðbrögð kynlausr-
ar draumverunnar sem hann sá fyrir sér án andlits og skapa, og svo auðvit-
að mikilvægar setningar sem höfðu hrotið af vörum forsætisráðherrans í
úfnunt Grettishausnum. Hann bölvaði heilanum sem hafði fundið upp á
þessunt hrekkjabrögðum en fann jafnframt betur en nokkru sinni hvað
hann var háður honum. Hann gæti aldrei lokið við söguna nema hann
dreymdi veizluna upp aftur og gæti heyrl þótt ekki væri nema orð á stangli
af vörum haussins og svo hvernig viðureign málarans við kynlausu veruna
hefði lyktað. En til Jtess yrði hann að fá aðstoð heilans.