Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 25

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 25
ANDVARI SIGURÐUR I’ÓRARINSSON 23 í marz 1952 flutti Sigurður Þórarinsson fyrirlestur um Grímsvötn í Brezka jöklarannsóknafélaginu í Cambridge, þar sem hann gerði grein fyrir nýjum hugmyndum um samband Skeiðarárhlaupa og Gríms- vatnagosa. Er þessi tímamótafyrirlestur prentaður í Journal of Glacio- logy 1953. Kenning Nielsar Nielsen, að eldgos bræddi jökulinn og ylli það hlaupinu, var þá almennt viðurkennd, en í fyrirlestri sínunt sýndi Sigurður fram á að hún stæðist ekki. í ritgerð sinni frá 1940 um jökul- stífluð lón á Islandi hafði hann lýst því hvernig leysingavatn, sem safn- ast saman bak við jökulstíflu, fleytir loks uppjöklinum og brýzt fram undan honum. Þessi kenning mun af mörgum vera eignuð Sigurði, en ranglega að hans eigin sögn, því hún var almennt viðurkennd hér á landi um þær mundir, þótt Sigurður yrði fyrstur til að lýsa henni á prenti í fyrrnefndri ritgerð. En nú heimfærði hann þetta líkan á Grímsvötn: Skriðjöklar renna niður í Grímsvatnalægðina en jarðhiti bræðir þá að neðan. Þannig safnast smárn saman vatn í Grímsvötnum, bræðsluvatn og úrkoma, unz vatnshæðin nægir til að lyfta jökulstífl- unni suðaustan við Vötnin og Skeiðará hleypur. Niðurstöðu þessa gat Sigurður stutt sterkum tölulegum rökum: Akomumælingar sýndu að Grímsvatnalægðinni bættust um 0,7 km3 af vatni á ári hverju, sem svar- aði 7 km3 rúmmáli Skeiðarárhlaupanna sem þá höfðu komið á 10 ára fresti að jafnaði. Hann leiddi og áð því líkur, að hið óumdeilanlega samband Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa væri afleiðing þrýstings- léttis yfir eldstöðinni vegna hlaupsins, gagnstætt Nielsen sem hafBi talið gosið valda hlaupinu. Þessar niðurstöður Sigurðar hafa fengið frekari staðfestingu síðari útreikninga og mælinga, og er líkan hans af Skeið- arárhlaupum og hegðun Grímsvatna nú almennt viðurkennt. Sigurður Þórarinsson var einn af stofnendum Jöklarannsóknafélags Islands 1950 og í aðalstjé)rn þess frá 1953. Þegar Jón Eyþórsson féll frá 1968 tók Trausti Einarsson prófessor, sem þá var varaformaður, við formennskunni í eitt ár en baðst undan endurkjöri og tók Sigurður þá við formennsku. Gegndi hann því starfi til dauðadags. Sigurður var í ritstjórn tímaritsins Jökuls frá upphafi, og oftast meðritstjóri, og skrif- aði jafnan mikið í það. Alls skrifaði hann um 50 greinar um jöklafræði- leg efni, mest um jökulhlaup, jöklabreytingar, framhlaup jökla og sögu jöklarannsókna, auk skýrslna um leiðangra á Vatnajökul og áður- nefndrar hókar Vötnin stríð. Saga Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa, 1974. I afmælisgrein um Sigurð sjötugan sagði Helgi Björnsson, arftaki hans á sviði jöklarannsókna, m. a.: „A Vatnajökli hefur hann dvalist meir en nokkur annar, ferðast þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.