Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 18

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 18
16 SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANDVARI með því að ákvarða og tengja öskulögin í jarðvegssniðunum, mætti auðvelda verulega hina fyrirhuguðu frjókornarannsókn. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri hafði fengið áhuga á ljósu öskulögunum tveimur á Norðurlandi þegar hann var að kanna jarðveg íslenzku birkiskóganna árið 1931. 1935 hófum við sam- vinnu um að mæla og ákvarða nokkur útbreidd öskulög, og leiddi sú samvinna til fyrstu ritgerðarinnar um íslenzk gjóskulög, sem gefín var út 1940.8 Þannig voru þessar rannsóknir í upphafi til þess gerðar að auðvelda frjókornagreininguna, en urðu íljótlega að tilgangi í sjálfum sér.9 VI Þegar Sigurður Þórarinsson kom til Stokkhólms haustið 1932 hafði vinur hans og skólabróðir frá Akureyri, Jón Magnússon síðar frétta- stjóri Ríkisútvarpsins, verið þar við nám í eitt ár. Urðu þeir félagar fyrstir íslendinga til að byrja háskólanám í Svíþjóð og lesa þar áfram til lokaprófs. Bjuggu þeir saman í herbergi hjá frk. Johansson að Upp- landsgötu 3, oftast við mikla fátækt. Upp úr þessu fór að íjölga stúdent- um í Stokkhólmi, og á stofnfundi „Félags íslenzkra stúdenta“ í Stokk- hólmi, sem haldinn var að Upplandsgötu 3 hinn 18. nóvember 1934, voru 10 saman komnir. Þótti sumum fordild að kenna félagið sérstak- lega við „íslenzka stúdenta“, því sumir félaganna voru ekki við háskól- ann, en þetta var gert að ráði prófessoranna þar, sem töldu að með því að kenna félagið við stúdenta mundi auðveldara að fá styrki o. þ. h. Var Jón Magnússon kosinn formaður, Sigurður ritari og Halldór H. Jónsson gjaldkeri. Tveimur árum síðar tók Sigurður við formennsk- unni af Jóni Magnússyni og gegndi því starfí til 1943, lengst allra manna. I ágripi af sögu félagsins í ritinu Kólonía í hálfa öld, sem gefið var út 1985 í tilefni af 50 ára afmæli þess 1984, segir Jón Daníelsson að ugglaust mætti skrifa heila bók um margvísleg störf Sigurðar í þágu fé- lagsins. Var hann aðaldriffjöðrin í félagsstarfinu og þá jafnvígur á al- vöru- og gamanmál. Eftir að hann lét af forystu í félaginu hélt hann áfram starfí í þess þágu, þegar hann fékk því við komið. Er hans all- víða getið í fundargerðum löngu eftir þann tíma. Enda var hann kos- inn heiðursfélagi þess 1953, hinn fjórði í röðinni á eftir Gunnari Leij- ström, próf. Hans Alilmann og Helga P. Briem, en hinn fimmti var Jón Magnússon, á 25 ára afntælinu 1959. Tilgangur félagsins var að gæta hagsmuna íslenzkra stúdenta í Svíþjóð, og að efla með þeim samheldni. Félagið starfaði fyrst og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.