Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 37

Andvari - 01.01.1985, Page 37
ANDVARI SIGURÐUR I’ÓRARINSSON 35 sagt að um það er Heklugosinu 1947/48 lauk hefði annar hver íslend- ingur komið á staðinn. Gos þetta kom á heppilegum tíma fyrir öskulagarannsóknir Sigurðar Þórarinssonar, ef svo má segja. Honum hafði snemma orðið það Ijóst, að gossaga og öskulög Heklu væru lykill að íslenzkri öskulagafræði. Rannsóknir þeirra Hákonar Bjarnasonar fyrir stríð höfðu að mestu beinzt að ljósu lögunum á Norður- og Austurlandi, og fyrstu öskulaga- snið sín í nágrenni Heklu gróf Sigurður í Þjórsárdal 1939. Þá var lítið vitað um hegðun Heklu, t. d. ekki, að efnasamsetning gosefna breytist eftir því sem líður á gosið, og að mestur hluti öskunnar kemur upp á tiltölulega mjög skömmum tíma. Þrátt fyrir tíðar vindáttarbreytingar á landi hér er öskugeiri hinna ýmsu gosa þess vegna tiltölulega mjór og með ákveðna stefnu eftir vindátt í upphafi goss. Ýmis af þessum vandamálum urðu ljósari við úrvinnslu gagnanna frá 1939, en þá sat Sigurður í Svíþjóð fjarri vettvangi. Með rannsóknunum í Þjórsárdal 1939 var þannig lagður grundvöllur að framhaldinu, og eftir heim- komuna 1945 hófst hann þegar handa um frekari öskulagarannsóknir kringum Heklu. í inngangi að bókinni Heklueldar (1968) segir Sigurður: Heklugosið 1947/48 var mjög lærdómsríkt. Þá gafst tækifæri til þess að fylgjast með dæmigerðu Heklugosi frá upphafi til enda. Rannsókn á því gosi leiddi m. a. í ljós, að efnasamsetning gosmal- ar og hrauns var önnur í byrjun gossins en síðar. Hvorttveggja var basískara eftir því sem á leið gosið. Og athugun á aldurs- greindum öskugosum Heklu benti til þess að efnasamsetning gos- malar í upphafí Heklugoss væri mjög háð lengd á undangengnu goshléi. Þegar ég birti, árið 1954, ritgerð um öskufallið á fyrsta degi síð- asta Heklugoss, vantaði enn töluvert á að hægt væri að segja, úr hvaða gosi væri hvert það öskulag úr Heklu, sem myndazt hefur eftir landnám. Hins vegar var þá orðið ljóst, að með fyrsta Heklugosinu eftir að sögur hófust byrjaði nýtt gostímabil Heklu, hið fimmta í röðinni síðustu 7000 árin eða svo. Öll höfðu þessi tímabil hafizt með stóru, súru sprengigosi. Markmið áframhaldandi öskulagarannsókna á Heklusvæðinu var margþætt. Frá jarðeldafræðilegu sjónarmiði var freistandi að reyna, með sameinuðum sögulegum rannsóknum og öskulaga- rannsóknum, að fínna og tímasetja öll þau öskulög, sem Hekla hefur myndað eftir að síðasta gostímabil hennar hófst. Eí þetta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.