Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 132

Andvari - 01.01.1985, Page 132
130 ÞORSTEINN GVLKASON ANDVARI um okkar fyrir undrum lit'a og lögunar, fegurðar í náttúrunni og þokka lif- andi líkama. Eitt markmið skáldskapar og leiklistar er að leiða okkur fyrir sjónir glaðværð og tign mannlífsins. I fæstum orðum virðast allar listir, en ekki bara fræðimennska og vísindi þjóna sannleikanum hver á sína vísu. Og hlýtur þá ekki tónlistin að gera það líka? Hljótum við ekki að segja að hún birti okkur eða opinberi einhvern veruleika? Og með því að það er ekki hinn venjulegi veruleiki, þá hlýtur það að vera einhver annar og æðri. Hvaða aðra leið má greina til að skýra valdið sem tónlistin hefur yfir okkur? Hvað er tónlist, án sannleikans, annað en apaspil, fullt af fímbulglamri og merkir ekkert fremur en lífíð hjá Macbeth? En hér er einmitt vandinn: tónlist merkir alls ekki neitt, og þar með verður hún ekki einu sinni talin ósönn, hvað þá að hún beri sannleikanum vitni. Ef við viljum halda okkur við það sem vissulega virðist vera satt — að tón- list varði engan annan veruleika en sjálfa sig - þá sýnumst við hljóta að gera allt aðra grein fyrir henni en þá sem við eigum kost á um aðrar listir og vís- indi. Lítum nú sem snöggvast á annan möguleika. I öðrum af söngvum Schuberts, Drykkjuvísum við kvæði Schillers, segir að guðirnir birtist aldrei einn og einn heldur fari þeir margir saman. Bjóðum Bakkusi heim — hér er aftur setzt að drykkju — og þá slæst Eros með í för, og á eftir þeim Appolló sem sefar brjóstið og ljær sjóninni ljós - hér eru augun opnuð eins og hjá Steingrími áðan. Eða minnumst kviðlings Lúters um vín og víf og söng; dóp og sex og diskó, kvæði hann í dag. Hér er hjá Schiller og Lúter þriðja höfuðskepnan komin til sögunnar: ást. Kannski ást geti varpað einhverju ljósi á tónlist. Að minnsta kosti er hrifning, leiðsla, algleymi í ástum ekki síður en í tónlist. En því miður dugar þetta skammt því að ástin snýst um sannindi og ósannindi engu miður en fræðimennska. Ást getur reyndar verið sönn eða ósönn í tvennum skilningi. Annars vegar er hin sanna ást sem allt snýst um í ástarsögum og dægurlögum. Hins vegar viljum við líka að ást sé sönn í þeim skilningi að við viljum elska aðra eins og þeir eru og vera elskuð eins og við erum. Við viljum ekki aðeins elska undir fjögur augu heldur undir íjögur opin augu: ekki vegna þess að ástardrykkur geri okkur aðlaðandi og elskuverð, né heldur vegna þess að dómgreind okkar sé slævð af víni eða eitri. Af þessum sökum virðist ástin, sönn og ósönn, engu ljósi geta varpað á tónlist sem er hvorugt. Margir trúa því að tónlist láti tilfínningar í ljósi; sennilega er engin lmgs- un um tónlist útbreiddari en einmitt þessi. Þetta er sveimhyggjuhugmynd frá 19du öld, og það er óneitanlega svolítið til í henni eins og gleggst má ráða af sönglögum og söngleikjum. Þar getur söngurinn sjálfur og hljóð- færaslátturinn þjónað efni orðanna sent sungin eru á þúsund og einn veg, og einkum þá auðvitað tilfmningagildi þeirra: ótta og reiði, gleði og sorg. Og þarf ekki söng til. í Dísarhöll kveikti hljóðfæraslátturinn einn saman heitar og ljómandi tilfinningar í brjósti Einars Benediktssonar: kæti og þrá,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.