Andvari - 01.01.1985, Side 92
90
(;11,S GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Síðar verður þess ekki vart, að Sigurður legði það mál fyrir stjórn þeirrar
útgáfu.
Þegar er skýrt hafði verið frá útgáfufyrirætlun Máls og menningar og
Sigurðar Nordals, brájónas Jónsson hart við og boðaði til fundar í Mennta-
málaráði. Sá fundur var haldinn 20. júlí. Þar var samþykkt samhijóða að
birta þegar í stað í blöðum og útvarpi svohljóðandi tilkynningu:
Menntamálaráð íslands hefur ákveðið að hefja um næstu áramót
mikla útgáfustarfsemi. Er í ráði að gefa út bæði útlend úrvalsrit í
vönduðum þýðingum og frumsamin rit til fróðleiks og skennntunar.
Verður síðar gerð nánari grein fyrir þessum áformum Menntamála-
ráðs.
Tilkynning þessi var auglýst með áberandi hætti og henni síðan fylgt eftir
með blaðaskrifum, þar sem útgáfufyrirætlunin var skilgreind nánar.
Hinn 22. júlí birtist í Tímanum löng grein eftir Jónas Jónsson, „Bókasafn
á liverju heimili". Þar segir að Menntamálaráð hafi ákveðið „að byrja skipu-
lega og stórfellda bókaútgáfu um næstu áramót og tneð þeim hætti, að það
verði á valdi hvers einasta manns í landinu að eignast margar góðar bækur
árlega fyrir lágt árgjald. Tilgangur Menntamálaráðs er að gera hverju ein-
asta heimili í landinu fært að eignast safn af góðum bókum.“
Jónas segir að hugmyndin sé ekki ný. Hafí fyrsta skrefíð í sömu átt verið
stigið fyrir síðustu aldamót, þegar Oddur Björnsson byrjaði að gefa út
Bókasafn alþýðu. Kvaðst Jónas alltaf hafa verið hrifinn af bókasafnshug-
mynd Odds Björnssonar og óskað þess að hún yrði tekin upp í nýrri mynd.
Hefðu það orðið sér vonbrigði, að slík leið var ekki valin af stjórnendum
Bókadeildar Menningarsjóðs í upphafi, eftir að Alþingi 1928 hafði að sínu
frumkvæði heimilað nokkurt fé til útgáfu rita handa almennum lesendum.
Síðan hefðu kommúnistar farið í slóð Odds Björnssonar um skipulag og
form. Notuðu þeir nú með umtalsverðum árangri góða hugmynd „í undir-
róðri sínum og niðurrifsstarfsemi". Og Jónas heldur áfram: „En til þess að
grímuklæða áform sín, sóttust þeir eftir að fá einstaka ritfæra menn, sem
andvígir eru byltingu, til að skrifa í rit sitt, Rauða penna, og semja og þýða
einstöku bækur.“
Síðar í greininni segir:
Fram að þessu hafa ýmsir ritfærir menn getað sagt: Kommúnistar
bjóða mér há ritlaun. Þeir gefa út einstaka bækur, er almenningur vill
lesa, og þeir leggja talsverða vinnu í að koma bókunum út. Að því
leyti, sem þeir reka byltingarundirróður og leitast við að sundra
mannfélaginu, þá er það þeirra mál en ekki mitt.
En um leið og Menntamálaráð tekur upp útgáfustarfsemi sína á